Biðla til Svandísar um að endurskoða ákvörðunina

Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti á Skagaströnd, ásamt öðrum í sveitarstjórn …
Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti á Skagaströnd, ásamt öðrum í sveitarstjórn hvetur Svandísi Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að endurskoða ákvörðun um skerðingu aflaheimilda sem ætlað er strandveiðum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sveit­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­strand­ar hvet­ur hæst­virt­an sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra til að hverfa frá 1.500 tonna niður­skurði afla­heim­ilda til strand­veiða árið 2022,“ seg­ir í bók­un sem sveit­ar­stjórn Skaga­strand­ar samþykkti sam­hljóða á fundi sín­um í gær.

Svandís Svavars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur verið gagn­rýnd af strand­veiðisjó­mönn­um að und­an­förnu fyr­ir að láta skert afla­mark í þorski verða til þess að 15% skerðing verði á afla­heim­ild­um sem ætlað er strand­veiðum. Í fyrra var veiðunum veitt­ar heim­ild­ir fyr­ir 10.000 tonn­um af þorski en í ár verða það að óbreyttu 8.500 tonn.

„Sveit­ar­stjórn tel­ur að embættis­verk ráðherra ættu að miða að því að tryggja strand­veiðiflot­an­um næg­ar heim­ild­ir til þess að stunda veiðar í 48 daga á ári enda myndi slíkt styrkja sjáv­ar­byggðir um land allt,“ seg­ir í bók­un sveit­ar­stjórn­ar Skaga­strand­ar, að því er fram kem­ur í fund­ar­gerð.

Vek­ur sveit­ar­stjórn­in at­hygli á því að 34 strand­veiðibát­ar lönduðu afla í sveit­ar­fé­lag­inu í fyrra og nam heild­arafli þeirra 613 tonn­um sem er um 5% strand­veiðiafla síðasta veiðitíma­bils. „Um­tals­verð nýliðun hef­ur átt sér stað inn­an smá­báta­út­gerðar á Skaga­strönd á und­an­förn­um árum sem tengja má beint við strand­veiðikerfið,“ seg­ir að lok­um.

34 starndveiðibátar lönduðu á Skagaströnd síðasta sumar.
34 starnd­veiðibát­ar lönduðu á Skaga­strönd síðasta sum­ar. mbl.is/Ó​laf­ur Bernód­us­son

Deilt um tak­mark­an­ir veiðanna

Gagn­rýn­ina má rekja til þess að sam­kvæmt gild­andi fyr­ir­komu­lagi er strand­veiðimönn­um heim­ilt að veiða að há­marki 12 á mánuði maí, júní,júlí og ág­úst – alls 48 daga. En það er tak­mörk­un­um háð. Í fyrsta lagi má hver veiðiferð ekki vera leng­ur en 14 tím­ar, ekki má landa meira en 650 kíló af slægðum þorski í hverri ferð og ekki má nýta fleiri en fjór­ar hand­færar­úll­ur. Jafn­framt er óheim­ilt að veiða á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um.

Eins og mál­um er háttað nú lýk­ur strand­veiðum þegar afla­heim­ild­ir veiðanna klár­ast og ná því ekki all­ir strand­veiðimenn að róa 12 daga hvern mánuð auk þess sem breyt­ur eins og veðurfar get­ur haft af­drifa­rík áhrif á það hvort hægt sé að stunda veiðar.

Strand­veiðisjó­menn hafa kraf­ist þess að öll­um verði tryggður rétt­ur til að veiða 48 daga en ekki hafa til­lög­ur þess efn­is verið samþykkt­ar á Alþingi. Fram kom á aðal­fundi Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda sem fram fór í októ­ber að Kristján Þór Júlí­us­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hafi borið und­ir sam­bandið hug­mynd um að strand­veiðimönn­um yrði tryggður rétt­ur til 48 daga veiða gegn kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða.

Á fund­in­um kvaðst Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands­ins, hafa leitað til ráðherra til að afla frek­ari upp­lýs­ing­ar um hug­mynd­ina, en þá hafi hann fengið þau svör að fram­kvæmd henn­ar væri poli­tísk­ur ómögu­leiki.

Utan veiðiráðgjaf­ar?

Ný­verið samþykkti Font­ur, fé­lag smá­báta­eig­enda á Norðaust­ur­landi,yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins en þar áður hafði Lands­sam­band smá­báta­eig­enda lagt orð í belg.

Ekki er vitað hvaðan ætl­ast er til að ráðherra taki afla­heim­ild­ir til að færa strand­veiðum, en Font­ur gef­ur í skyn í yf­ir­lýs­ingu sinni að strand­veiðar eiga að vera utan þeirra afla­heim­ilda sem gefn­ar eru út á grund­velli ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Veiðar smá­báta á strand­veiðum eru njörvaðar niður með alls kon­ar tak­mörk­un­um. Það sem stjórn­völd ná þó ekki til er nátt­úr­an sjálf;  veður og fisk­gengd á grunn­slóð.  Að vitna í ofanálag til vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er til að æra óstöðugan. Veiðar smá­báta með hand­fær­um þar sem afl­inn sveifl­ast til og frá um 1% af leyfi­leg­um heild­arafla á enga sam­leið með vís­inda­legri nálg­un,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Fonts.

mbl.is