Fíllinn Bora fæddi sjaldgæfa tvíbura

00:00
00:00

Fílsungatvíbur­ar fædd­ust í norður­hluta Kenýa fyrr í vik­unni en afar sjald­gæft er að fíl­ar eign­ist fleiri en eitt af­kvæmi í einu og ger­ist það ekki nema í 1% til­fella. Ekki hef­ur feng­ist staðfest að fíll hafi fætt tví­bura síðan árið 2006, að því er seg­ir í frétt BBC.

Leiðsögu­menn komu auga á ung­ana í Sam­buru þjóðgarðinum en ann­ar ung­inn er kven­kyns og hinn karl­kyns.

Í sam­tali við Reu­ters frétta­stof­una sagði stofn­andi góðgerðarfé­lags­ins, Save the Elephants, Dr. Iain Douglas-Hamilt­on, að þetta væri mjög krí­tísk­ur tími fyr­ir fílsung­ana þar sem fílsungatvíbur­arn­ir sem fædd­ust fyr­ir 15 árum hefðu ekki lifað af lengi eft­ir fæðingu. Hann bætti við að mæðurn­ar geta oft ekki fram­leitt næga mjólk til að fæða báða ung­ana.

Fíllinn Bora með ungana sína tvo.
Fíll­inn Bora með ung­ana sína tvo. AFP

Afr­ísk­ir fíl­ar eru með lengsta meðgöngu­tíma allra spen­dýra. Þeir ganga með ung­ana sína í næst­um 22 mánuði og fæða á fjög­urra ára fresti.

Helsta ógn­in sem steðjar að stofn­in­um eru viðskipti með fíla­bein og búsvæðaeyðing sem hef­ur leitt til þess að fíl­ar hafa verið sett­ir á rauðan lista hjá Alþjóðlegu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um yfir teg­und­ir í út­rým­ing­ar­hættu. Hins veg­ar hef­ur fíla­stofn­inn stækkað í Kenýa á und­an­förn­um árum.

mbl.is