Hefja átak gegn slysum á sjó

Fyrsta veggspjaldið var kynnt í gær. Gefið verður nýtt út …
Fyrsta veggspjaldið var kynnt í gær. Gefið verður nýtt út í hverjum mánuði út árið. Mynd/Samgöngustofa

Sam­göngu­stofa, í sam­starfi við Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og fjölda aðila í sjáv­ar­út­vegi, vinn­ur að út­gáfu tólf ra­f­rænna vegg­spjalda sem hlotið hafa nafnið „12 hnút­ar“. Fyrsta spjaldið var gefið út í gær og síðan eitt í hverj­um mánuði þar eft­ir fram að lok­um árs.

„Til­gang­ur þessa verk­efn­is er að fjalla um og und­ir­strika ýmsa þá mann­legu þætti sem oft leiða til slysa á sjó. Stór­lega hef­ur dregið úr al­var­leg­um slys­um á sjó og þykir nú orðið tíðind­um sæta ef bana­slys verður. Hins veg­ar eiga sér enn stað at­vik sem leitt geta til al­var­legra slysa. Oft eru þetta af­leiðing­ar til­tek­inna viðhorfa, af­stöðu, úr­eltra venja og ým­iss ann­ars í mann­legri hegðun sem aukið geta lík­urn­ar á slys­um,“ seg­ir í tölvu­pósti Ein­ars Magnús­ar Magnús­son­ar, sér­fræðings á ör­ygg­is- og fræðslu­deild Sam­göngu­stofu, til blaðamanns.

„Með 12 hnút­um vilj­um við upp­ræta þessi atriði en á spjöld­un­um er getið um fyr­ir­byggj­andi aðgerðir sem við von­um að sjó­menn til­einki sér,“ skrif­ar hann.

Ein­ar Magnús seg­ir verk­efnið unnið í sam­starfi við fjölda aðila og að enn sé að bæt­ast við þann hóp. Hand­rit og gerð spjald­anna var unnið í sam­vinnu við Slysa­varna­skóla sjó­manna.

Vilja fleiri með sér í lið

Þeir sem þegar hafa lagt nafn sitt við verk­efnið eru: Brim hf., Fé­lag skip­stjórn­ar­manna, FISK Sea­food, Hafna­sam­band Íslands, Land­helg­is­gæsl­an, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg, Sam­tök aðila í ferðaþjón­ustu, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sjó­manna­sam­band Íslands, VM – fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna, Vinnslu­stöðin hf., Vis­ir hf. og Þor­björn hf.

Að lok­um hvet­ur Ein­ar Magnús fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og fé­lög sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi og hafa áhuga á að leggja nafn fyr­ir­tæk­is síns eða sam­taka við út­gáf­una að hafa sam­band við Sam­göngu­stofu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: