Baráttukveðjur af loðnumiðunum

Hluti áhafnar Jóns Kjartanssonar SU 11 frá Eskifirði tilbúinn að …
Hluti áhafnar Jóns Kjartanssonar SU 11 frá Eskifirði tilbúinn að horfa á landsleik Íslands og Króatíu á EM í handbolta. Ljósmynd/Grétar Rögnvarsson

Hróp og góðar hugs­an­ir í borðsaln­um á Jóni Kjart­ans­syni SU 111 dugðu ekki til að Ísland næði stigi gegn liði Króa­tíu á EM í hand­bolta í gær. „Við gerðum það sem við gát­um,“ sagði Grét­ar Rögn­vars­son skip­stjóri þegar rætt var við hann skömmu eft­ir leik. Dag­ur­inn var skipu­lagður þannig að mann­skap­ur­inn gæti horft á leik­inn á loðnumiðunum 60-70 aust­ur af Langa­nesi. Sjálfsagt hef­ur stemn­ing­in verið svipuð um borð í öðrum skip­um loðnu­flot­ans, sem mörg hver voru á sömu slóðum í gær.

Allt klárt fyr­ir leik

Þegar fyrst var talað við Grét­ar í gær­morg­un var verið að hífa trollið og svo átti að dæla afl­an­um í lest­arn­ar. Allt átti að vera til­búið klukk­an hálfþrjú til að horfa á lands­leik Íslands og Króa­tíu og allt gekk það eft­ir. Mann­skap­ur­inn var klár fyr­ir fram­an stór­an sjón­varps­skjá áður en leik­ur­inn hófst og menn létu vel í sér heyra. „Eft­ir þessa frá­bæru frammistöðu strákanna, sér­stak­lega á móti Frökk­un­um, kom ekki til greina að missa af leikn­um,“ seg­ir Grét­ar skip­stjóri, sem hrósaði ís­lensku strák­un­um í há­stert miðað við aðstæður.

Rysj­ótt veður hef­ur gert loðnu­veiðar erfiðar und­an­farið, en flesta daga hef­ur þó eitt­hvað verið hægt að vinna. Og hand­bolt­inn létt mönn­um lund­ina. „Í nótt var bræla og byl­ur, en núna er komið fínt veður,“ sagði Grét­ar síðdeg­is.

Jón Kjartansson SU-111.
Jón Kjart­ans­son SU-111. Ljós­mynd/​Eskja

Í hol­inu í gær­morg­un reynd­ust vera um 380 tonn og ástæðulaust að kvarta, seg­ir Grét­ar. Þeir á Jóni Kjart­ans­syni hafa landað rúm­lega 12.400 tonn­um á vertíðinni, sem hófst í des­em­ber. Alls hafa ís­lensku skip­in komið með tæp­lega 190 þúsund tonn að landi sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu, en ís­lensk­um skip­um er heim­ilt að veiða alls 662 þúsund tonn.

Fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að fiski­mjöls­verk­smiðjur fyr­ir­tæk­is­ins í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði hafa sam­tals tekið á móti um 60.000 tonn­um af loðnu frá því að veiðar hóf­ust. Haft er eft­ir Jóni Gunn­ari Sig­ur­jóns­syni, yf­ir­verk­stjóra í fiskiðju­ver­inu í Nes­kaupstað, að búið sé að frysta 1.600 tonn af loðnu á vertíðinni. „Við fryst­um ein­ung­is í þrjá daga en löng hol, ótíð og áta í loðnunni hafa gert það að verk­um að hún hef­ur ekki verið heppi­legt hrá­efni til fryst­ing­ar. Ég geri hins veg­ar ráð fyr­ir að fryst­ing hefj­ist af krafti um mánaðamót­in,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

Lít­ill afli Norðmanna

Fyr­ir há­degi í gær voru 28 norsk loðnu­skip inn­an ís­lensku efna­hagslög­sög­unn­ar og fjög­ur á leið til lands­ins. Auk þeirra voru 13 ís­lensk skip og tvö græn­lensk á loðnu­veiðum á norðaust­ur­miðum, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Varðskipið Þór var við eft­ir­lit með loðnu­veiðunum um helg­ina og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá áhöfn varðskips­ins var ró­legt hjá Norðmönn­um á miðunum enda flest­ir þeirra í höfn eða í vari. Norðmenn mega aðeins veiða í loðnunót og fram til þessa hef­ur loðnan staðið of djúpt til að hægt væri að eiga við hana í nót­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: