Hafa þrisvar þurft að stöðva vegna hráefnisskorts

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Vinnsla loðnu geng­ur vel að sögn starfs­manna Síld­ar­vinnsl­unn­ar, en þrátt fyr­ir stóra vertíð hef­ur veiðin ekki skilað eins miklu magni og hægt er að vinna. Eggert Ólaf­ur Ein­ars­son, verk­smiðju­stjóri í fiski­mjöl­verk­smiðjunni á Seyðis­firði, seg­ir í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að þris­var hafi þurft að stoppa vinnslu vegna hrá­efn­is­skorts.

Stutt er þó frá því að hugs­an­lega stærsta loðnufarm Íslands­sög­unn­ar var landað á Seyðis­firði.

Alls hafa fiskis­mjöl­verk­smiðjur Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði tekið við um 60.000 tonn­um af loðnu til vinnslu frá því að veiðar hóf­ust í des­em­ber. Þar af hef­ur verk­smiðjan á Seyðis­firði tekið við 32.500 tonn­um.

„Það hef­ur gengið vel að vinna og sér­stak­lega hafa tvær síðustu vik­ur verið góðar. Að jafnaði vinn­um við um 1.100 tonn á sól­ar­hring. Það mætti vera dá­lítið meiri veiði því við höf­um þris­var stoppað í stutt­an tíma vegna hrá­efn­is­skorts. Ann­ars líst okk­ur af­skap­lega vel á vertíðina,“ seg­ir Eggert Ólaf­ur.

Ekki heppi­legt til fryst­ing­ar

Hrá­efni hef­ur held­ur ekki skilað sér í eins miklu magni og von­ast var til vinnslu í Nes­kaupstað en þar hef­ur vinnsla einnig gengið vel, er haft eft­ir Hafþóri Ei­ríks­syni verk­smiðju­stjóra í færsl­unni sem birt var síðdeg­is í gær. „Vinnsla hjá okk­ur hef­ur gengið afar vel. Hrá­efnið er mjög gott og ferskt. Við höf­um tekið á móti 27.000 tonn­um frá því að loðnu­veiðin hófst í des­em­ber og núna er græn­lenska skipið Pol­ar Amma­sak að landa 1.750 tonn­um. Fram­haldið lít­ur vel út,“ seg­ir Hafþór.

Jón Gunn­ar Sig­ur­jóns­son, yf­ir­verk­stjóri í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, seg­ir búið að frysta 1.600 tonn af loðnu í fiskiðju­ver­inu á vertíðinni. „Við fryst­um ein­ung­is í þrjá daga en löng hol, ótíð og áta í loðnunni hef­ur gert það að verk­um að hún hef­ur ekki verið heppi­legt hrá­efni til fryst­ing­ar. Ég geri hins veg­ar ráð fyr­ir að fryst­ing hefj­ist af krafti um mánaðamót­in og þá muni veiðast stór og átu­laus loðna sem verður gott hrá­efni fyr­ir okk­ur.“

mbl.is