Matsveinar matreiði ekki fyrir eftirlitsmenn

Ef fleiri en 25 eru um borð hvetur Verkvest til …
Ef fleiri en 25 eru um borð hvetur Verkvest til þess að matsveinar matreiði ekki fyrir þá sem ekki tilheyra áhöfn þar sem ákvæði kjarasamninga um álagsgreiðslur matsveina ná ekki til þessara aðila. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson

Mat­svein­ar eiga ekki að mat­reiða fyr­ir þá sem ekki til­heyra áhöfn séu fleiri en 25 manns um borð í fiski­skipi og fell­ur það í hlut út­gerða að út­vega þess­um aðilum fæði.

Tel­ur Verka­lýðsfé­lag Vest­f­irðinga (Verkvest) þetta einu færu leiðina í kjöl­far þess að Fé­lags­dóm­ur hafnaði kröfu um að út­gerðum bæri að greiða kjara­samn­ings­bundn­ar álags­greiðslur til mat­sveina vegna stærð áhafn­ar ef verið er að mat­reiða fyr­ir ein­stak­linga sem ekki til­heyra áhöfn, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef verka­lýðsfé­lags­ins.

Málið má rekja aft­ur til 2017 þegar mat­sveinn á frysti­tog­ar­an­um Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS-270 var til­kynnt með bréfi frá út­gerðar­stjóra Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar hf. og skip­stjóra að fyr­ir mis­tök hefði veiðieft­ir­litsmaður Fiski­stofu verið tal­inn með áhöfn skips­ins.

Leitaði mat­sveinn­inn til Verkvest sem fyr­ir Fé­lags­dómi lét reyna á ákvæði kjara­samn­inga um að mat­sveinn eigi rétt á há­seta séu 25 í áhöfn eða færri, en séu 26 eða fleiri í áhöfn er gert ráð fyr­ir aðstoðar­manni mat­sveins. Heim­ilt er í kjara­samn­ingi að ráða ekki aðstoðarmann en þá ber að greiða mat­sveini laun aðstoðar­manns ofan á þau laun sem hann þegar er að þiggja vegna auk­ins vinnu­álags.

Kröfu verka­lýðsfé­lags­ins hafnað

Vildi Verkvest meina að með ákvæðinu væri átt við alla um borð í skip­inu í ákvæðum kjara­samn­ings og vísuðu til þess að í gegn­um tíðina hafi mat­sveinn eldað fyr­ir alla um borð óháð því hvort um væri að ræða eft­ir­lits­mann Fiski­stofu, viðgerðar­menn eða farþega. Var þess kraf­ist að Fé­lags­dóm­ur myndi viður­kenna að með hug­tak­inu áhöfn í um­ræddu ákvæði kjara­samn­inga væri átt við fjölda ein­stak­linga um borð.

Fyr­ir fé­lags­dómi báru Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, fyr­ir hönd Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, meðal ann­ars fyr­ir sig að í kjara­samn­ing­um kæmi hug­takið áhöfn víða fyr­ir svo sem í sam­bandi við skipta­kjör og önn­ur rétt­indi. „Ljóst sé af kjara­samn­ingn­um að hug­takið taki til þeirra skip­verja sem ráðnir séu af út­gerðar­manni til skip­starfa og starfi um borð í skipi á grund­velli kjara­samn­ings,“ seg­ir í gögn­um máls­ins sem birt eru á vef Fé­lags­dóms.

Fé­lags­dóm­ur féllst á rök Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og sagði að ekki verði séð hug­takið áhöfn „sé ætlað að ná til annarra ein­stak­linga sem eru um borð í skipi í ein­stök skipti, svo sem vegna starfa fyr­ir op­in­bera aðila.“ Jafn­framt taldi Fé­lags­dóm­ur að ekki hefði mynd­ast hefð fyr­ir því að telja alla um borð til áhafn­ar vegna um­rædds ákvæðis þar sem „það hafi fyrst verið eft­ir breyt­ing­ar á kjara­samn­ingi aðila 18. fe­brú­ar 2017 sem gert var ráð fyr­ir því að mat­sveinn fengi laun aðstoðar­manns væru fleiri en 25 í áhöfn skips og aðstoðarmaður ekki ráðinn.“

Félagsdómur féllst á rök Samtaka atvinnulífsins.
Fé­lags­dóm­ur féllst á rök Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. mbl.is/​Hall­ur Már

Útgerðar að út­vega mat

Í ljósi niður­stöðu Fé­lags­dóms tel­ur Verkvest ekki leng­ur skylt fyr­ir mat­sveina að mat­reiða fyr­ir þá sem ekki falla und­ir hug­takið áhöfn. „Sam­kvæmt meg­in­reglu vinnu­rétt­ar ber að greiða fyr­ir vinnu­fram­lag og fel­ur niðurstaða Fé­lags­dóms það í sér að vinna mat­sveins sem skap­ast við að mat­reiða fyr­ir aðra en áhafn­ar­meðlimi sé aukið vinnu­fram­lag um­fram það sem samið er um í kjara­samn­ingi og fyr­ir það ber út­gerð að greiða sér­stak­lega,“ seg­ir í til­kynn­ingu Verkvest.

„Vegna ein­mitt þess­ar­ar niður­stöðu Fé­lags­dóms er ljóst að sjó­manna­fé­lög verða að taka upp samn­ingaviðræður við út­gerðar­menn um sér­stak­ar greiðslur vegna vinnu mat­sveins við að mat­reiða fyr­ir alla aðra aðila um borð en áhafn­ar­meðlimi. Sé ekki samið um slíkt áður en skip hef­ur sjó­ferð með fleiri en áhafn­ar­meðlimi um borð verður út­gerð að út­vega þess­um aðilum fæði án aðkomu mat­sveins skips­ins.“

mbl.is