Ingi segist ekki hræðast saksókn

Frá kjörstað.
Frá kjörstað. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm­menn­ing­arn­ir í yfir­kjör­stjórn Norðvest­ur­kjör­dæm­is í síðustu kosn­ing­um hafa ekki greitt þær sekt­ir sem lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi fór fram á að þeir myndu greiða. Frest­ur til að ljúka mál­inu er út­runn­inn, að því er fram kem­ur í Frétta­blaðinu í dag.

Þar seg­ir að „all­ar lík­ur“ séu á því að málið fari fyr­ir dóm. 

Ingi Tryggva­son, for­manni yfir­kjör­stjórn­ar, var gert að greiða 250.000 króna sekt en hinir sem sátu í kjör­stjórn fengu 150.000 króna sekt á mann. 

„Ég hef ekki greitt þessa sekt vegna þess að ég tel ekki að ég eigi að greiða hana,“ seg­ir Ingi við Frétta­blaðið. Hann seg­ist ekki ótt­ast vænt­an­lega sak­sókn. „Ég sætti mig við niður­stöðuna, hver sem hún verður.“

mbl.is