Segja ekki næg rök fyrir færslu makrílheimilda

Íslenskum útgerðum tókst ekki að veiða þann makrílafla sem heimildir …
Íslenskum útgerðum tókst ekki að veiða þann makrílafla sem heimildir voru fyrir í fyrra. Atvinnuvegaráðuneytið telur ekki nægileg rök hafa verið fyrir því að heimila færslu 30% veiðiheimilda milli ára, en veittu leyfi fyrir færslu 15% þeirra. mbl.is/Börkur Kjartansson

At­vinnu­vegaráðuneytið tel­ur það ekki veikja samn­ings­stöðu Íslands í deil­um um hlut­deild ríkja í mak­ríl­veiðum að leyfa 10 þúsund tonn­um af ónýtt­um afla­heim­ild­um að falla niður milli ára. Þá tel­ur ráðuneytið ekki hafa legið fyr­ir nægi­leg rök fyr­ir að heim­ila flutn­ing á allt að 30% afla­heim­ilda milli ára.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í svari ráðuneyt­is­ins vegna fyr­ir­spurn­ar Morg­un­blaðsins.

Íslensk­um út­gerðum tókst ekki að veiða all­an þann mak­rílafla sem heim­ild­ir voru fyr­ir á síðasta ári. Í sept­em­ber leituðu Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) til þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, og báðu um að heim­ilað yrði að flytja allt að 30% afla­heim­ilda milli ára, en al­mennt er heim­ilt að flytja 10% ónýttra afla­heim­ilda milli ára.

Veiit Svandís Svavars­dótt­ir, nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, tíma­bundna heim­ild til að flytja 15% afla­heim­ilda árs­ins 2021 til árs­ins 2022 og sagði Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, í sam­tali við Morg­un­blaðið fyrr í mánuðinum að hugs­an­lega væru glötuð út­flutn­ings­verðmæti tveir til þrír millj­arðar króna vegna ákvörðunar ráðherra. Jafn­framt hef­ur verið bent á að for­dæmi eru fyr­ir aukn­um flutn­ingi heim­ilda milli ára og vísaði til þess að í fyrra var veitt heim­ild til að flytja 16%, 20% árið 2016 og 30% árið 2015.

Niðurstaðan 15%

„Við skoðun er­ind­is SFS hjá ráðuneyt­inu í des­em­ber sl. kom í ljós að ef heim­ila ætti flutn­ing á öll­um ónýtt­um mak­ríl­heim­ild­um þyrfti um 17% flutn­ings­heim­ild. Heild­arafla­mark ís­lenskra skipa í mak­ríl var ákveðið árið 2014 sem 16,5% af heild­ar­ráðgjöf deili­stofns­ins, eða 140.627 lest­ir, og sam­kvæmt reglu­gerð um mak­ríl­veiðar var heim­ilt að flytja allt að 14.063 lest­ir á milli ára eða 10% af afla­marki,“ seg­ir í svari at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins við spurn­ingu um rök fyr­ir þeirri ákvörðun að verða ekki við beiðni SFS.

Þá er vak­in at­hygli á að 10% sé sama hlut­fall og í reglu­gerðum um aðra upp­sjáv­ar­deili­stofna og í regl­um Norðuraust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðiráðsins (NEAFC) um kol­munna. Hins veg­ar eru ekki til staðar regl­ur um flutn­ing afla­heim­ilda í mak­ríl, hvorki í sam­komu­lagi strand­ríkja fyr­ir árið 2021 né hjá NEAFC.

„Efn­is­leg­ar regl­ur um flutn­ing á heim­ild­um til að veiða mak­ríl á milli ára verða að vera mál­efna­leg­ar og byggðar á mati á aðstæðum hverju sinni. 10% flutn­ings­heim­ild hef­ur verið tal­in mál­efna­leg og sam­ræm­ast meðal­hófi og því hef­ur sú regla verið skrifuð inn í árs­reglu­gerðir síðustu ára, en auk þess er hún í sam­ræmi við 3. mgr. 11. gr. laga nr. 116/​2006 sem mæl­ir fyr­ir um heim­ild fyr­ir flutn­ingi á afla­marki á milli ára í botn­fisk­teg­und­um og öðrum til­tekn­um teg­und­um. Það er einnig til marks um sjón­ar­mið um ábyrg­ar veiðar að ekki mynd­ist upp­söfn­un afla­marks sem fær­ist inn á nýtt ár, auk nýrra afla­heim­ilda árs­ins.“

„Niðurstaðan var því að hægt væri að verða að mestu leyti við ósk­um SFS með breyt­ingu á reglu­gerð með flutn­ings­heim­ild upp á 15%,“ seg­ir í svar­inu.

Hafna gagn­rýni

Full­trú­ar út­gerðanna hafa kvartað und­an skorti á fyr­ir­sjá­an­leika í ákv­arðana­töku í mál­inu og hafa vísað til þess að ákvörðun ráðherra hafi verið tek­in í and­stöðu við til­hög­un fyrri ára og birt milli hátíða í des­em­ber. Þess­ari gagn­rýni vís­ar ráðuneytið á bug í svari sínu.

„Ráðuneytið og SFS hafa verið í mikl­um sam­skipt­um vegna máls­ins frá því í sept­em­ber sl. og voru sam­tök­in upp­lýst um að ekki yrði tek­in afstaða til er­ind­is­ins fyrr en að aflokn­um strand­ríkja­fund­um. Þó að heim­ild­ir fyr­ir upp­sjáv­ar­stofna miðist við almanaks­árið get­ur Fiski­stofa flutt heim­ild­ir til í kerf­um sín­um fram í miðjan janú­ar,“ svar­ar ráðuneytið spurn­ingu um rétt­mæti gagn­rýn­inn­ar.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strandrríkj­anna. Kort/​mbl.is

Veiki ekki samn­ings­stöðu

Veru­leg­ar áhyggj­ur eru af því að með því að leyfa 10 þúsund tonn­um að falla niður sé verið að veikja samn­ings­stöðu Íslands gagn­vart hinum strand­ríkj­un­um. Heiðrún Lind sagði ný­verið veiðireynslu mik­il­væg­an þátt í kröfu­gerð Íslend­inga. „Þar sem við höf­um ekki aðgang að veiðum í lög­sög­um annarra ríkja þurf­um við sveigj­an­leika í tíma. Vegna göngu­mynst­urs, tíðarfars, veiðan­leika og fleiri breyti­legra þátta er nauðsyn­legt að horfa yfir stærra tíma­bil.“

Þá hafa þeir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar, og Aðal­steinn Ing­ólfs­son, for­stjóri Skinn­eyj­ar-Þinga­ness, einnig lýst áhyggj­um af áhrif­um minni veiðireynslu á samn­ings­stöðu Íslands. „Staðan er sú núna að Fær­ey­ing­ar hafa ákveðið að geyma það sem út af stóð, alls um 59 þúsund tonn. [...] Norðmenn eiga um 34 þúsund tonn eft­ir, sem þeir ætla líka að geyma fram á næsta ár. Á sama tíma slepp­um við því að flytja 10 þúsund tonn á milli ára. Það er mjög slæm ákvörðun og ekki til að bæta samn­ings­stöðu okk­ar gagn­vart öðrum strand­ríkj­um,“ sagði Friðrik Mar í sam­tali við Morg­un­blaðið um miðjan janú­ar.

Und­ir þessi sjón­ar­mið tek­ur ekki at­vinnu­vegaráðuneytið sem í svari sínu seg­ir skýrt ákvörðun­ina ekki veikja samn­ings­stöðu Íslands. „Mik­il­vægt er gagn­vart alþjóðasam­fé­lag­inu að ganga ekki lengra en þarf, enda er mak­ríl­stofn­inn of­veidd­ur og eng­ir samn­ing­ar í gildi um nýt­ingu hans. Ákall berst reglu­lega um að strand­rík­in sýni meiri ábyrgð og semji um sann­gjarna skipt­ingu, til dæm­is frá NAPA (North Atlantic Pelagic Advocacy Group), um­hverf­is­sam­tök­um og vott­un­araðilum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: