Óþekkur köttur í Hvíta húsinu

Forsetakötturinn Willow.
Forsetakötturinn Willow. AFP

For­seta­hjón Banda­ríkj­anna, Joe og Jill Biden, eru búin að fá sér kött. Kött­ur­inn fékk nafnið Willow en hann vakti fyrst at­hygli frú Biden í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2020. Ekki er nema rúm­lega mánuður síðan að þau væru búin að fá sér nýj­an hund. 

Krútt­legi grái og hvíti kött­ur­inn Willow er frá Penn­sylvan­íu­ríki. Frú Biden og Willow hitt­ust fyrst þegar kött­ur­inn stökk upp á svið þar sem for­setafrú­in hélt ræðu. „Willow kom svona svaka­lega vel fyr­ir,“ sagði Michael LaRosa, fjöl­miðlafull­trúi for­setafrú­ar­inn­ar. „Eig­and­inn vissi að hann væri Dr. Bidens um leið og hann sá teng­ingu þeirra.“

„Willow er að koma sér vel fyr­ir í Hvíta hús­inu með upp­á­halds­leik­föng­un­um sín­um, namm­inu og með nóg af plássi til þefa af og kanna.“ Ekki fylg­ir sög­unni hvernig Willow sem­ur við bróður sinn, hund­inn Comm­and­er. For­seta­hjón­in fengu nýj­an hvolp rétt fyr­ir jól en Comm­and­er var þriðji hund­ur­inn sem flutti inn í Hvíta húsið í for­setatíð Bidens. 

mbl.is