Loðnuskip líklega aldrei fært jafn mikinn afla

Börkur NK.
Börkur NK. mbl.is/Börkur Kjartansson

Börk­ur NK kom til Seyðis­fjarðar í gær með rúm­lega 3.400 tonn af loðnu, en lík­lega hef­ur loðnu­skip aldrei fært jafn mik­inn afla að landi.

Síld­ar­vinnsl­an grein­ir frá því að Hjörv­ar Hjálm­ars­son skip­stjóri var eðli­lega ánægður með túr­inn.

„Þessi afli fékkst í átta hol­um á fjór­um dög­um. Það er ekki hægt að kvarta yfir slík­um afla­brögðum“ sagði Hjörv­ar.

Eggert Ólaf­ur Ein­ars­son, verk­smiðju­stjóri á Seyðis­firði, seg­ir að hrá­efnið úr þess­um mett­úr sé afar gott. 

mbl.is