Loðnuskip líklega aldrei fært jafn mikinn afla

Börkur NK.
Börkur NK. mbl.is/Börkur Kjartansson

Börkur NK kom til Seyðisfjarðar í gær með rúmlega 3.400 tonn af loðnu, en líklega hefur loðnuskip aldrei fært jafn mikinn afla að landi.

Síldarvinnslan greinir frá því að Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri var eðlilega ánægður með túrinn.

„Þessi afli fékkst í átta holum á fjórum dögum. Það er ekki hægt að kvarta yfir slíkum aflabrögðum“ sagði Hjörvar.

Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, segir að hráefnið úr þessum mettúr sé afar gott. 

mbl.is