Beint á Bankastræti Club frá Austurríki

Leikkonan Kristín Pétursdóttir og athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir voru ekki …
Leikkonan Kristín Pétursdóttir og athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir voru ekki lengi að skipta úr skíðagallanum yfir í djammgallann. Samsett mynd

Birgitta Líf Björns­dótt­ir, eig­andi Banka­stræti Club, og leik­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Krist­ín Pét­urs­dótt­ir biðu ekki boðanna þegar greint var frá því að skemmti­staðir mættu opna á ný í gær og skelltu sér beint á djammið.

Birgitta og Krist­ín voru ásamt vin­um sín­um í skíðaferð í aust­ur­rísku Ölp­un­um fram á laug­ar­dag og fóru svo gott sem beint úr flug­vél­inni á djammið líkt og þær sýndu frá á In­sta­gram í gær. 

Á Banka­stræti Club sá plötu­snúður­inn Daði Ómars um að þeyta skíf­um og sam­kvæmt ör­ugg­um heim­ild­um mbl.is var gríðar góð stemn­ing í miðbæ Reykja­vík­ur í gær­kvöldi.

mbl.is