Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, og leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir biðu ekki boðanna þegar greint var frá því að skemmtistaðir mættu opna á ný í gær og skelltu sér beint á djammið.
Birgitta og Kristín voru ásamt vinum sínum í skíðaferð í austurrísku Ölpunum fram á laugardag og fóru svo gott sem beint úr flugvélinni á djammið líkt og þær sýndu frá á Instagram í gær.
Á Bankastræti Club sá plötusnúðurinn Daði Ómars um að þeyta skífum og samkvæmt öruggum heimildum mbl.is var gríðar góð stemning í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.