„Aflétta ætti fjöldatakmörkunum“

Norskir útgerðarmenn krefjast þess að takmarkanir á fjölda norskra skipa …
Norskir útgerðarmenn krefjast þess að takmarkanir á fjölda norskra skipa á loðnuveiðum í íslenskri lögsögu verði aflétt eða að minnsta kosti rýmkuð. mbl.is/Albert Kemp

Norsku loðnu­skip­un­um gekk erfiðlega að ná loðnunni framanaf á vertíðinni og biðla nú til norskra yf­ir­valda að beita sér fyr­ir því að fleiri norsk skip fái heim­ild til að sækja loðnu í ís­lenskri lög­sögu. Þetta kem­ur fram í bréfi sem sam­tök norskra út­gerðarmanna, Fiskebåt, sendu norska at­vinnu- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins í dag.

Alls mega vera 30 norsk skip að veiðum sam­kvæmt gild­andi samn­ing­um og er í bréf­inu vísað til þess að norsku skip­un­um hafi aðeins tek­ist að ná sex til sjö þúsund tonn­um af þeim 145 þúsund tonn­um sem norsk­um skip­um er út­hlutað á vertíðinni.

„Núna er norski flot­inn að leita að loðnu í veiðan­legu magni norður fyr­ir 64,30° en ís­lenski fiski­skipa­flot­inn held­ur tog­veiðum sín­um áfram norðar. Fiski­båt hef­ur áhyggj­ur af því að norski fiski­skipa­flot­inn nái ekki að veiða kvót­ann. Án fram­leng­ing­ar er veiðitíma­bil­inu lokið 22. fe­brú­ar.

Mat Fiskebåt á stöðunni er að brýnt sé að fjölga skip­um sem stunda veiðar til að hafa sem mesta af­kasta­getu þegar veður og afla­skil­yrði krefjast þess. Fjölg­un norskra skipa sem mun ekki vera í vegi fyr­ir veiði ís­lenska fiski­skipa­flot­ans. Aflétta ætti fjölda­tak­mörk­un­um á 30 norsk­um skip­um eða hækka,“ seg­ir í bréf­inu.

Íslend­ing­ar taki ekki til­lit til sjón­ar­miða

Þá er ít­rekuð ábend­ing sam­tak­anna um að norsk­um skip­um er aðeins heim­ilt að styðjast við nót við veiðarn­ar á meðan Íslend­ing­ar, Fær­ey­ing­ar og Græn­lend­ing­ar fá að nota troll.

Þann 18. janú­ar leituðu sam­tök­in til norskra yf­ir­valda vegna þessa.

„Okk­ur er kunn­ugt um að ráðuneytið fylgdi fyr­ir­spurn­inni eft­ir með sam­tali við ís­lensk yf­ir­völd án þess að tekið hafi verið til­lit til sjón­ar­miða Norðmanna,“ seg­ir í bréf­inu.

mbl.is