Íslendingar hafa löngum fjölmennt til eyjunnar Gran Canaria og ekki er útlit fyrir annað en að þeir muni halda því áfram. Gran Canaria er þekkt fyrir að vera paradís eldri borgara en þar má þó líka finna eitt og annað að gera fyrir barnafjölskyldur. Ferðavefurinn tók saman fjölskylduvæn hótel á eyjunni fögru suður í höfum.
Suits & Villas by Dunas
Suits & Villas by Dunas er frábært hótel fyrir hvaða fjölskyldu sem er. Það er stutt frá Maspalomas og golfvellinum. Þar eru þrjár sundlaugar, vatnsleikjagarður, klúbbur fyrir krakkana og skemmtun. Hótelið er í Meloneras. Svo er stutt á ströndina en bíll gengur þangað fjórum sinnum á dag frá hótelinu.
Seaside Palm Beach
Seaside Palm Beach er gríðarlega vinsælt hótel á meðal fjölskyldna á Gran Canaria. Hótelið er í Maspalomas og alveg við ströndina. Á hótelinu er frábær barnasundlaug, þar er leikvöllur og krakkaklúbbur. Einnig er hægt að ráða barnagæslu gegn gjaldi.
Hotel Cordial Mogán Playa
Hotel Cordial er steinsnar frá Mogán-ströndinni. Þar er sundlaug fyrir börn á hótelinu og leikvöllur við það. Það hentar ýmsum fjölskyldugerðum þar sem hægt er að fá samtengd herbergi. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir og tveir barir eru við sundlaugarnar.
Hotel Las Tirajanas
Hotel Las Tirajanas er óhefðbundið fjölskylduhótel. Það er uppi í fjöllunum en stutt er í Pilancones-garðinn þaðan. Hægt er að fara í krakkavænar gönguferðir frá hótelinu. Við hótelið er líka leikvöllur fyrir krakkana. Sundlaug og líkamsrækt eru á staðnum.