Línuívilnun ýsu og löngu afnumin á fimmtudag

Línubátar missa ívilnunina í ýsu og löngu á fimmtudag.
Línubátar missa ívilnunina í ýsu og löngu á fimmtudag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Línuívilnun í ýsu og löngu er fellur niður frá og með fimmtudegi að því er fram kemur í tilkynningu á vef Fiskistofu. Vísað er til ákvæða reglugerðar um línuívilnun er snúa að stöðvun ívilnunarinnar þegar aflaheimildir veiðanna klárast.

Línuívilnunarkerfið er til þess gert að umbuna sérstaklega dagróðrabátum sem veiða á línu með því að veita þeim viðbótarheimildir í þorski, ýsu, steinbít, löngu, keilu og gullkarfa.

Í fyrra var sú staða að línuívilnun myndi falla niður 11 febrúar. Leitaði Landssamband smábátaeigenda til þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sem framlengdi línuívilnun þannig að hún var í gildi út maí.

mbl.is