Línuívilnun ýsu og löngu afnumin á fimmtudag

Línubátar missa ívilnunina í ýsu og löngu á fimmtudag.
Línubátar missa ívilnunina í ýsu og löngu á fimmtudag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Línuíviln­un í ýsu og löngu er fell­ur niður frá og með fimmtu­degi að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu. Vísað er til ákvæða reglu­gerðar um línuíviln­un er snúa að stöðvun íviln­un­ar­inn­ar þegar afla­heim­ild­ir veiðanna klár­ast.

Línuíviln­un­ar­kerfið er til þess gert að umb­una sér­stak­lega dagróðrabát­um sem veiða á línu með því að veita þeim viðbót­ar­heim­ild­ir í þorski, ýsu, stein­bít, löngu, keilu og gull­karfa.

Í fyrra var sú staða að línuíviln­un myndi falla niður 11 fe­brú­ar. Leitaði Lands­sam­band smá­báta­eig­enda til þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Kristján Þór Júlí­us­son, sem fram­lengdi línuíviln­un þannig að hún var í gildi út maí.

mbl.is