Vilhelm Þorsteinsson talinn hafa sett heimsmet

Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Fuglafirði. Þangað kom skipið …
Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Fuglafirði. Þangað kom skipið með 3.448 tonn af loðnu. Ljósmynd/Samherji

Íslands­metið í lönd­un stærsta loðnufarms ís­lenskra skipa er fallið. Tókst Vil­helmi Þor­steins­syni EA, upp­sjáv­ar­skipi Sam­herja, hef­ur gengið vel á vertíðinni og kom til hafn­ar í Fuglaf­irði í Fær­eyj­um með 3.448 tonn og er talið að um sé að ræða heims­met.

Á laug­ar­dag hafði Börk­ur NK, sem Síld­ar­vinnsl­an ger­ir út, sett nýtt met þegar skipið landaði 3.409 tonn­um á Seyðis­firði. Sló þetta síðasta metið sem Börk­ur hafði sett frá 12. janú­ar þegar skipið kom til Seyðis­fjarðar með 3.211 tonn.

Hafa ekki und­an

Fram kem­ur í færslu á vef Sam­herja að það hafi tekið um tutt­ugu klukku­stund­ir að dæla afl­an­um úr Vil­helmi Þor­steins­syni í Fuglaf­irði og var hon­um dælt beint til vinnslu en ekki í tanka eins og tíðkast á Íslandi

Haft er eft­ir Guðmundi Þ. Jóns­syni, skip­stjóra á Vil­helmi Þor­steins­syni, að það hafi verið nauðsyn­legt að landa í Fær­eyj­um. „Staðan er ein­fald­lega sú að bræðslurn­ar á Íslandi hafa ekki und­an þegar vel veiðist og þess vegna var stefn­an tek­in á Fær­eyj­ar, sigl­ing­in er hátt í þrjú hundruð sjó­míl­ur frá miðunum aust­ur af Langa­nesi.“

Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi Þorsteinssyni EA.
Guðmund­ur Þ. Jóns­son skip­stjóri í brúnni á Vil­helmi Þor­steins­syni EA. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

Hann seg­ir tek­ist hafi að fylla skipið í sjö hol­um og að stærsta holið hafi verið 600 tonn. „Þá dróg­um við aðeins í eina og hálfa klukku­stund. Ann­ars vor­um við oft­ast að draga í sex til átta klukku­stund­ir, þannig að þetta gekk allt sam­an mjög vel, að vísu þurft­um við að lóna í um hálf­an sól­ar­hring vegna brælu.“

Skipið reynst vel

„Nei við erum nú ekk­ert sér­stak­lega að keppa á þess­um syst­ur­skip­um um Íslands­met­in, þetta eru ein­fald­lega mjög góð og öfl­ug skip með mikla burðargetu. Það skipt­ir mestu að koma með gott hrá­efni að landi og þessi skip eru vel búin á all­an hátt. Þannig var meðal­hit­inn á hrá­efn­inu 2,1 gráða þegar því var dælt til verk­smiðjunn­ar,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Við leyst­um land­fest­ar í Fuglaf­irði á sjö­unda tím­an­um í morg­un og nú er bara að sigla á miðin. Veiðin hef­ur verið góð und­an­farna daga og verður von­andi svo áfram. Það verður vænt­an­lega nokkuð þröngt á miðunum, því norski flot­inn er mætt­ur á svæðið. Þetta nýja skip hef­ur reynst afar vel og það var ánægju­legt að sigla í land með full­fermi. Við hugs­um á svipuðum nót­um og landsliðið í hand­bolta, fókus­inn er á næsta túr.“

Skipstjórinn kveðst vera með hörku stráka um borð.
Skip­stjór­inn kveðst vera með hörku stráka um borð. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is

Bloggað um frétt­ina