Loðnuskipin veiða nú á nýjum slóðum

Hoffell kom til Fáskrúðsfjarðar með fullfermi.
Hoffell kom til Fáskrúðsfjarðar með fullfermi. mbl.is/Albert Kemp.

Íslensku, fær­eysku og græns­lensku loðnu­skip­in eru nú á veiðum við Vopna­fjarðar­grunn sem er aðeins sunn­ar en þau voru. Lengst af fóru veiðar fram við Langa­nes­grunn.

Á sama tíma hafa norsku skip­in, sem aðeins fá að veiða með nót, færst nær landi. Áður voru þau að veiða um 50 míl­ur aust­ur af Djúpa­vogi við Rauðatorgið svo­kallaða, en eru nú um 20 míl­ur aust­ur af Breiðdals­vík á Skrúðsgrunni.

Veiðar ís­lensku skip­anna hafa gengið vel og kom Hof­fellið til hafn­ar á Fá­skrúðsfirði með full­fermi í morg­un, alls 1.650 tonn af loðnu. Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar að með þess­um afla hef­ur skipið landað 10.400 tonn­um á yf­ir­stand­andi vertíð en verk­smiðja fyr­ir­tæk­is­isn hef­ur tekið við 15.000 tonn­um.

Hof­fell held­ur til veiða á ný strax að lok­inni lönd­un.

Óvissa með leyfi­leg­an afla

Ekki er vitað hvort Haf­rann­sókna­stofn­un mun leggja til að heild­arafli vertíðar­inn­ar verði skert­ur um 104 þúsund tonn í 800 þúsund tonn, en mæl­ing­ar vetr­ar­leiðang­urs stofn­un­ar­inn­ar gengu ekki sem skildi.

Verið er að skoða hvort haldi verður til mæl­inga á ný.

mbl.is