Vinnslustöðin stöðvar loðnuveiðar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir verðmætasta hluta loðnuvertíðarinnar eftir …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir verðmætasta hluta loðnuvertíðarinnar eftir og því ekki abnnað í boði en að gera hlé á veiðum á meðan beðið er eftir ákvörðun um hvort leyfilegur heildarafli verði skertur. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hef­ur hætt loðnu­veiðum á meðan skýrist hvort Haf­rann­sókna­stofn­un mun mæla fyr­ir því að heild­arkvóti vertíðar­inn­ar verði skert­ur um 104 þúsund tonn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef út­gerðar­inn­ar.

Þar seg­ir að hugs­an­leg skerðing á afla­heim­ild­um muni þýða að loðnu­kvóti Vinnslu­stöðvar­inn­ar, ásamt dótt­ur­fé­lags­ins Hug­ins, verði 9.000 tonn minni en nú er. Eft­ir skerðingu myndu fyr­ir­tæk­in hafa heim­ild til veiða á 36 þúsund tonn­um og er verðmæt­asti hluti vertíðar­inn­ar eft­ir.

Óþægi­leg kvóta­skerðing

„Auðvitað er þessi kvóta­skerðing óþægi­leg og vek­ur fleiri spurn­ing­ar en hún svar­ar um sjálfa aðferðafræðina við loðnu­leit og mæl­ing­ar á stofn­stærð loðnunn­ar,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í til­kynn­ing­unni.

„Ég get út af fyr­ir sig lýst ánægju með að Hafró birti niður­stöður sín­ar strax eft­ir síðari mæl­ing­ar­leiðang­ur sinn þar sem nokkuð fannst af loðnu. Gott hefði hins veg­ar verið að heyra strax af því að lítið væri að frétta af loðnu í fyrri leiðangr­in­um. Málið varðar nefni­lega ekki vís­inda­menn eina held­ur sjálfs­sögðu líka sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in og sjálft þjóðarbúið.“

Hann seg­ir ljóst að fyr­ir­tæk­in myndu draga úr veiðum ef þau hefðu frétt af því fyrr að heild­arkvóti loðnu­vertíðar­inn­ar kynni að verða skert­ur. „Verðmæt­asti hluti vertíðar­inn­ar er eft­ir, það er að segja hrogna­fryst­ing­in. Bak­slagið sann­ar fyr­ir mér að mikið skort­ir á grunn­rann­sókn­ir í loðnu og þar þarf að verða breyt­ing á.“

Ísleifur VE 63 er eitt skipa Vinnslustöðvarinnar sem nú munu …
Ísleif­ur VE 63 er eitt skipa Vinnslu­stöðvar­inn­ar sem nú munu bíða þess að hefja veiðar á ný. mbl.is/​G.E.
mbl.is