Ekki eining um strandveiðifrumvörp

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Eyjólfur Ármannsson eru …
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Eyjólfur Ármannsson eru öll flutningsmenn sitthvorts frumvarpsins um breytingar á tilhögun strandveiða. Samsett mynd

Alls hafa verið lögð fram þrjú frum­vörp á Alþingi til breyt­inga á lög­um um stjórn fisk­veiða er snúa að til­hög­un strand­veiða. Ekk­ert þeirra er stjórn­ar­frum­varp en eitt þeirra er lagt fram af Lilju Raf­n­eyju Magnús­dótt­ur, varaþing­manni meiri­hlut­ans. Þá hafa tvö keim­lík frum­vörp verið lögð fram hvort af sín­um þing­flokki minni­hlut­ans, Flokki fólks­ins og Pír­öt­um, sem snúa að því að gefa hand­færa­veiðar frjáls­ar. Flokk­ur fólks­ins dró hins veg­ar frum­varp sitt til baka og var bú­ist við að lagt yrði fram nýtt frum­varp í gær.

Frum­varp Lilju Raf­n­eyj­ar geng­ur fyrst og fremst út á að tryggja strand­veiðisjó­mönn­um þá 48 daga til veiða sem þeir hafa kraf­ist með því að auka heim­ild­ir ráðherra til að flytja afla­heim­ild­ir milli flokka inn­an at­vinnu- og byggðakvóta­kerf­is­ins.

Af afla­heim­ild­um sem gefn­ar eru út — í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um há­marks­sókn — eru 5,3% þeirra tek­in frá og veitt at­vinnu- og byggðakvóta. Í kjöl­far þess að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar lækkaði fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár voru heim­ild­ir til þessa kerf­is einnig skert­ar, en niður­skurður­inn náði að mestu til þess afla sem ætlaður var strand­veiðum. Svandís Svavars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði þá ákvörðun tekna vegna þeirra skuld­bind­inga sem stofnað hafði verið til.

Sætti ákvörðun ráðherra um að skerða strand­veiðikvót­ann um 15%, úr 10.000 tonn­um í 8.500 tonn, tölu­verðri gagn­rýni.

Breyt­ingu inn­an kerf­is

Lilja Raf­ney kveðst vilja auka sveigj­an­leika inn­an kerf­is­ins í þeim til­gangi að hægt verði að auka þann afla sem ætlaður er strand­veiðum og þannig tryggja strand­veiðisjó­mönn­um 48 veiðidaga án þess að fara út fyr­ir ráðlegg­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um há­marks­afla.

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að áfram verði 5,3% af út­gefn­um afla­heim­ild­um færð til at­vinnu- og byggðakvóta en lagt er til að hlut­fallið í upp­sjáv­ar­fiski verði 10,3%. Slík­ar heim­ild­ir hafa meðal ann­ars verið nýtt­ar til skipta fyr­ir heim­ild­ir í þorski á til­boðsmarkaði sem síðan er ráðstafað ýms­um verk­efn­um inn­an þessa kerf­is. Þá er einnig lagt til að ráðherra verði heim­ilt á yf­ir­stand­andi ári að flytja til strand­veiða allt að 30% af þorskveiðiheim­ild­um al­menna byggðakvóta­kerf­is­ins auk skel- og rækju­upp­bóta fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður VG.
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, varaþingmaður VG. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Lilja Raf­ney er nú varaþingmaður Vinstri grænna en sat á þingi fyr­ir flokk­inn í 12 ár. Hún kom ný­verið inn á þing í um viku fyr­ir þing­mann­inn Bjarna Jóns­son. „Þá sá ég mér ekki annað fært en að fylgja bar­áttu minni, og þeirra sem hafa staðið mér við hlið í grein­inni og á þingi, eft­ir,“ seg­ir hún. „Þetta er ekki stór pott­ur en þarna er mikið und­ir fyr­ir marg­ar sjáv­ar­byggðir,“ bæt­ir hún við og met­ur það svo að stuðning­ur sé við frum­varpið meðal alþing­is­manna.

Nokk­ur stuðning­ur virðist vera við frum­varp Lilju Raf­n­eyj­ar en Strand­veiðifé­lagið Krók­ur, fé­lag smá­báta­eig­enda í Barðastrand­ar­sýslu, hef­ur lýst „full­um stuðningi“ við frum­varp henn­ar. Það hef­ur Smá­báta­fé­lagið Hrol­laug­ur á Höfn einnig gert og nú síðast á mánu­dag samþykkti Fé­lag smá­báta­eig­enda í Reykja­vík yf­ir­lýs­ingu um stuðning við frum­varp Lilju Raf­n­eyj­ar.

Ekki ein­ing um hand­færa­frum­vörp

Tvö frum­vörp hafa verið lögð fram um breyt­ingu á ákvæðum laga um strand­veiðar sem ganga út á að gefa hand­færa­veiðar frjáls­ar. Í frum­varpi Pírata er gert ráð fyr­ir að hand­færa­veiðar verði heim­ilaðar all­an árs­ins hring og að afli sem fæst reikn­ist ekki til afla­marks eða króka­afla­marks. Þá er lagt til að ekki verði heim­ilt að hafa fleiri en fjór­ar hand­færar­úll­ur um borð.

Flokk­ur fólks­ins lagði fram frum­varp sem átti að heim­ila öll­um ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um að stunda veiðar á eig­in bát með tveim­ur hand­færar­úll­um á tíma­bil­inu 1. apríl til 1. októ­ber ár hvert. Þá var stefnt að því að heim­ila fjór­ar rúlll­ur ef tveir væru um borð. Eins og í frum­varpi Pírata er gert ráð fyr­ir að afli sem fæst með þess­um hætti sé ekki reiknaður til veiðiheim­ilda og sé utan heild­ar­út­hlut­un­ar þeirra.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Spurður hvort reynt hafi verið að finna ein­hvern sam­starfs­flöt milli flokk­anna í mál­inu, svar­ar Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata og fyrsti flutn­ings­maður hand­færa­frum­varps þess flokks: „Flokk­ur fólks­ins fór bara og lagði fram fullt af frum­vörp­um þrátt fyr­ir að aðrir flokk­ar hefðu verið með svo­leiðis frum­vörp. Það er al­mennt séð ekki mjög kurt­eist að gera svo­leiðis.“

Björn Leví kveðst þó sann­færður um að fólk sé al­mennt sam­mála um hand­færa­veiðar. „Ég held það séu all­ir hlynnt­ir aukn­um strand­veiðum, hvernig sem það raun­ger­ist síðan og hver sem lok­aniðurstaðan verður. Þetta er lang­tíma­mark­mið hjá okk­ur og við stefn­um að því en það þarf að taka þetta í skref­um.“

Breyta kerf­inu til betri veg­ar

Flokk­ur fólks­ins tel­ur sig hafa sett fram frum­varp um hand­færa­veiðar fyrst og seg­ir Eyj­ólf­ur Ármanns­son, þingmaður flokks­ins og fyrsti flutn­ings­maður hand­færa­frum­varps þess, frum­varp Pírata byggja á frum­varpi Flokks fólks­ins. „Þetta er ára­tuga gam­alt eins og kem­ur fram í grein­ar­gerðinni hjá okk­ur.“ Vís­ar hann til frum­varps Guðjóns Arn­ars Kristjáns­son­ar sem sat á þingi fyr­ir Frjáls­lynda flokk­inn árin 1999 til 2009.

Eyj­ólf­ur viður­kenn­ir að frum­varp Flokks fólks­ins hafi verið dregið til baka í þeim til­gangi að gera nokkr­ar end­ur­bæt­ur á því en það verði lagt fram á ný í dag. Spurður hvort hann geri ráð fyr­ir því að hægt verði að eiga sam­starf við Pírata um málið, svar­ar hann því ját­andi. „Þetta er gríðarlegt rétt­inda­mál.“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins.
Eyj­ólf­ur Ármanns­son, þingmaður Flokks fólks­ins. Ljós­mynd/​Flokk­ur fólks­ins

Er blaðamaður spyr Lilju Raf­n­eyju um af­stöðu henn­ar til frum­varp­anna um frjáls­ar hand­færa­veiðar svar­ar hún: „Ég hef verið þeirr­ar skoðunar að póli­tískt væri það ekki að nást í gegn á Alþingi í raun­heim­um og þess vegna hef ég verið að leita annarra leiða til að reyna að breyta kerf­inu til betri veg­ar fyr­ir þess­ar smærri út­gerðir. Ég hef talið þá leið tak­ast.“

Hún kveðst ekki ætla að leggja sér­stakt mat á þau frum­vörp sem Flokk­ur fólks­ins og Pírat­ar hafa teflt fram en seg­ist telja rétt „ að sam­ein­ast um það sem er ger­legt við nú­ver­andi aðstæður“.

Stjórn­mála­menn og vís­inda­menn ósam­mála

Bæði frum­varp Pírata og Flokks fólks­ins gera ekki ráð fyr­ir að við samþykkt frjálsra hand­færa­veiða verði gerðar frek­ari breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu. Munu því slík­ar veiðar vera utan ráðlagðra há­marks­veiða Haf­rann­sókna­stofn­un­ar verði frum­vörp­in samþykkt. Flutn­ings­menn frum­varp­anna segja hand­færa­veiðar ekki hafa áhrif á stofn­stærð, en það tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un.

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, kveðst ekki hafa áhyggj­ur af áhrif­um frjálsa hand­færa­veiða um­fram ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og seg­ist hafa gögn sem styðji þá staðhæf­ingu að slík­ar veiðar hafi ekki áhrif á stofn­stærð. Jafn­framt full­yrðir hann að veiðar inn­an afla­marks og króka­afla­marks fari nú þegar meira um­fram ráðgjöf en það sem hand­færa­veiðarn­ar myndu gera og vís­ar hann meðal ann­ars til þess að afla­heim­ild­ir séu færðar milli fisk­veiðiára.

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, þingmaður Flokks fólks­ins, tek­ur í sama streng og seg­ir úti­lokað að hand­færa­veiðar geti ógnað fiski­stofn­um. Vís­ar hann til skrifa Jóns Kristjáns­son­ar fiski­fræðings máli sínu til stuðnings, en Jón hef­ur gagn­rýnt aðferðir Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í mörg ár.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, varaþingmaður Vinstri grænna, tek­ur und­ir orð þing­mann­anna tveggja og kveðst sann­færð um að hand­færa­veiðar ógni ekki líf­rík­inu.

„Tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un frjáls­ar hand­færa­veiðar sem yrðu utan afla­marks­kerf­is­ins (s.s. veitt um­fram afla­mark gefið út í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar) hafa telj­andi áhrif á fiski­stofna um­hverf­is Ísland?“ spyr blaðamaður í fyr­ir­spurn beint til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Stutta svarið er já, stofn­un­in tel­ur að slík­ar veiðar hafi áhrif á stofna. Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar miðast við há­marks­a­frakst­ur og fari veiðar fram yfir ráðgjöf þá er verið að taka meira út úr viðkom­andi stofni en er sjálf­bært til lengri tíma,“ seg­ir í svari Guðmund­ar Þórðar­son­ar, sviðsstjóra botnsjáv­ar­sviðs.

Guðmundur Þórðarson.
Guðmund­ur Þórðar­son. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: