Bretar sækja í fisk og franskar í faraldri

Friðleifur Friðleifsson segir óvissuna á mörkuðum ekki hverfa á næstunni …
Friðleifur Friðleifsson segir óvissuna á mörkuðum ekki hverfa á næstunni miðað við hvernig mál standa nú. Mikilvægt sé að vera vel vakandi enda geta breytingar verið örar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il eft­ir­spurn hef­ur verið eft­ir fryst­um fiski í Bretlandi síðustu mánuði, sér­stak­lega sjó­fryst­um afurðum. Friðleif­ur Friðleifs­son, deild­ar­stjóri hjá Ice­land Sea­food, hef­ur lengi starfað að sölu á sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi og seg­ir að á sín­um 28 ára ferli hafi hann ekki kynnst ann­arri eins eft­ir­spurn eft­ir sjó­fryst­um afurðum og und­an­farið.

Mik­il verðhækk­un

Friðleif­ur seg­ir að mik­il eft­ir­spurn hafi haft drjúg­ar hækk­an­ir í för með sér. Hann nefn­ir dæmi um að verð fyr­ir sjó­fryst­an þorsk í Bretlandi hafi hækkað um 30% frá byrj­un síðasta árs og mik­il hækk­un hafi orðið síðustu mánuði. Verð fyr­ir aðrar fryst­ar afurðir hafi einnig hækkað.

Um ástæður þessa seg­ir hann að veiði Norðmanna og Rússa í Bar­ents­hafi hafi dreg­ist sam­an. Ekki komi mikið af afurðum frá Kína um þess­ar mund­ir, en þar er fisk­ur frá Nor­egi og Rússlandi gjarn­an þídd­ur upp, full­unn­inn og fryst­ur aft­ur áður en hann fer á markaði, m.a. í Bretlandi. Í Kína séu marg­ar fisk­vinnsl­ur lokaðar vegna kór­ónufar­ald­urs­ins, erfiðleik­ar séu með flutn­ings­leiðir og verð fyr­ir flutn­inga hafi hækkað gíf­ur­lega.

Um 11 þúsund veitingastaðir í Bretlandi bjóða upp á „þjóðarrétt“ …
Um 11 þúsund veit­ingastaðir í Bretlandi bjóða upp á „þjóðarrétt“ Breta og nota gjarn­an þorsk af Íslands­miðum. AFP

Trú­ir venj­um og hefðum

„Í far­aldr­in­um síðustu mánuði hafa Bret­ar verið trú­ir venj­um og hefðum og borðað fisk og fransk­ar eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn,“ seg­ir Friðleif­ur. „Í Bretlandi eru um 11.000 staðir sem sér­hæfa sig í fish and chips. Þess­ir veit­ingastaðir eru inni í hverf­un­um, en aðra skyndi­bitastaði er frek­ar að finna á versl­un­ar­svæðum, í versl­un­ar­miðstöðvum og við hraðbraut­ir.

Í far­aldr­in­um hef­ur aðgengi að stöðum með fisk og fransk­ar verið miklu betra en að hinum stöðunum. Þá voru fiskistaðirn­ir fljót­ir að laga sig að veiru­regl­um og tak­mörk­un­um og hægt var að sækja mat­inn á staðina eða fá hann af­greidd­an í gegn­um lúgu. Þannig tókst rekstr­araðilum staðanna að viðhalda sín­um viðskipt­um og jafn­vel auka þau og sann­ar­lega hef­ur verið nóg að gera í sölu á fiski í Bretlandi síðustu sjö mánuði eða svo,“ seg­ir Friðleif­ur.

Minna til Bret­lands en vægið mikið í sjó­fryst­um afurðum

Útflutn­ing­ur á sjó­fryst­um afurðum til Bret­lands dróst veru­lega sam­an í fyrra, eða sem nem­ur um 27% bæði í verðmæt­um og magni. Í raun hef­ur út­flutn­ing­ur á sjó­fryst­um afurðum til Bret­lands ekki verið minni á þess­ari öld sé horft til magns á síðasta ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Alls voru flutt­ar út sjó­fryst­ar afurðir til Bret­lands fyr­ir tæpa 10 millj­arða króna í fyrra sam­an­borið við 14 millj­arða króna árið á und­an. Þenn­an sam­drátt má að lang­stærst­um hluta rekja til þriðjungs sam­drátt­ar í út­flutn­ings­verðmæt­um þorskaf­urða á milli ára, sem fóru úr 9,4 millj­örðum króna í 6,3 millj­arða. Eins var sam­drátt­ur í ýsu sem nem­ur tæp­um 9%. Bæði verð á sjó­fryst­um þorski og ýsu hækkaði hins veg­ar mikið eft­ir mitt síðasta ár.

Ljós­mynd/​Sam­herji

Á Radarn­um, mæla­borði sjáv­ar­út­vegs­ins, sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi halda úti, má sjá að sjó­fryst­ar afurðir vógu að jafnaði um 14% af út­flutn­ings­verðmæt­um sjáv­ar­af­urða á öðrum ára­tug þess­ar­ar ald­ar. Lang­stærsti hluti sjó­frystra afurða eru botn- og flat­fiskaf­urðir, en þær vógu rúm 92% af út­flutn­ings­verðmæti sjó­frystra afurða á tíma­bil­inu. Þar veg­ur þorsk­ur­inn þyngst, svo karfi og grá­lúða. Hlut­deild upp­sjáv­ar­af­urða var rúm 7% á tíma­bil­inu, mest síld og svo loðna. Vægi upp­sjáv­ar­af­urða var mun minna und­ir lok tíma­bils­ins, meðal ann­ars vegna loðnu­brests.

Þrátt fyr­ir of­an­greind­an sam­drátt er Bret­land lang­stærsta viðskipta­land Íslend­inga fyr­ir sjó­fryst­ar afurðir. Vægi Bret­lands­markaðar í sjó­fryst­um afurðum var um 33% á síðasta ári, en Kína var í öðru sæti með rúm 12%. Hlut­deild Bret­lands­markaðar í sjó­fryst­um afurðum var kom­in í 40% árin 2019 og 2020 en hafði verið 22% fyr­ir ára­tug, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um SFS.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: