„Prívatskoðun“ Svandísar

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki vita hvaðan Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hafi þær upp­lýs­ing­ar að ekki sé efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af hval­veiðum og um sé að ræða henn­ar prívat­skoðun.

Í aðsend­um pistli í Morg­un­blaðinu fyr­ir helgi sagði Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra fátt benda til þess að það sé efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur að því að stunda hval­veiðar. Þá sagðist hún sjá fátt sem rök­styðji að veiðarn­ar verði heim­ilaðar áfram eft­ir árið 2023.

„Eins og ég les grein­ina, þá er þetta henn­ar prívat­skoðun. Rík­is­stjórn og Alþingi standi eng­an veg­inn á bakvið þetta,“ seg­ir Kristján og bæt­ir við að hval­veiðarn­ar hafi ekki verið stundaðar á rík­is­fram­færi.

Mynduð þið halda áfram að veiða ef að leyfið verður end­ur­nýjað?

„Í ár er 2022, á næsta ári kem­ur 2023. Það get­ur nú margt gerst á þess­um tíma,“ seg­ir Kristján.

mbl.is