Íslenskir sóldýrkendur þekkja spænskar eyjar á borð við Tenerife og Mallorca vel. Gríska eyjahafið er líka guðdómlegt og það er svo miklu meira í boði en bara Krít. Af hverju ekki að skella sér í gríska eyjahafið í sumar? Condé Nast Traveller tók saman bestu grísku eyjarnar.
Santorini
Santorini er ein þekktasta grískan eyjan og ekki að ástæðulausu. Eyjan er fullkomin fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti til Grikklands eða vilja eiga nokkra rómantíska daga í brúðkaupsferð.
Hydra
Eyjan er sögð einstaklega góð fyrir fólk sem er áhugafólk um list. Lengi vel hefur heimsþekkt fólk út listaheiminum sótt eyjuna heim á sumrin. Grikkir fara í helgarferðir til Hydra til þess að slaka á.
Syros
Eyjan er mikil menningareyja. Hún er undir miklum ítölskum áhrifum sem sést vel í 19. aldar bænum Ermoupoli.
Amorgos
Eyjan Amargos er afskekkt en þegar vindur er mikill tekur það átta tíma með ferju að komast frá Aþenu á eyjuna. Það margborgar sig hins vegar ef fólk í leit að fallegum bláum sjó og víðáttu. Geiturnar eru fleiri en íbúarnir sem eru um tvöþúsund.
Sifnos
Eyjan Sifnos er eyja sem er þekkt fyrir matarmenningu sína. Kokkurinn Nicholas Tselementes var frá eyjunni en hann skrifaði fyrstu grísku kokkabókina árið 1910.
Kefalonía
Kefalónía er frábær eyja fyrir afslappað fjölskyldufrí. Það er hægt að njóta þess að slaka á fallegum ströndum eyjunnar eða skoða dýr í þjóðgarðinum Mount Ainos.
Milos
Landslagið á Milos er einstaklega myndrænt og fallegt. Eyjan er sögð búa yfir fallegustu strandlengju grísku eyjanna.
Corfu
Eyjan Corfu er undir alþjóðlegum áhrifum og má finna fallega pastellitaða smábæi. Á sama tíma er umhverfi eyjunnar afskaplega fallegt og víða að finna bestu strendur í Evrópu.
Serifos
Ef þú vilt fara á nektarströnd þá er eyjan Serifos málið. Á háannartíma eru hægt að fá að vera í friði allsber í sjónum enda margar strendur afskekktar og þarf að leggja mikið á sig til þess að komast þangað.
Mykonos
Ef fólk er í leit að lúxus þá er Mykanos málið. Eyjan er klárlega besta grískan eyjan fyrir alvöru djamm og lúxushótel.