Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes er staddur á Havaí í Bandaríkjunum. Náðust myndir af honum og jógakennaranum Hitomi Mochizuki í innilegri jógaathöfn úti í skógi.
Mendes er nýlega einhleypur en hann og tónlistarkonan Camilla Cabello hættu saman í nóvember á síðasta ári eftir nokkurra ára samband. Ekki er vitað hvers eðlis samban Mendes og Mochizuki er en þau sáust einnig fá sér hádegismat saman eftir jógaathöfnina.
Mochizuki lýsir sjálfri sér á Instagram jógagúrú og skógardís. Hún er með hátt í 400 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún deilir lífi sínu með fylgjendum.