„Óskiljanlegt og í raun mjög alvarlegt“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Það að lög­regl­an á Norður­landi hafi ákveðið að kalla þrjá blaðamenn til yf­ir­heyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu frétt­ir upp úr gögn­um sem þeir höfðu und­ir hönd­um er óskilj­an­legt og í raun mjög al­var­legt. Þetta seg­ir Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, á Face­book.

Ber skylda að vernda heim­ild­ar­menn sína

Færsl­una skrif­ar Sig­ríður í til­efni ákvörðunar lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra um að kalla Þórð Snæ Júlí­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamann Kjarn­ans og Aðal­stein Kjart­ans­son, blaðamann Stund­ar­inn­ar til yf­ir­heyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einka­lífs­ins í tengsl­um við frétta­flutn­ing um „skæru­liðadeild Sam­herja“.

Í færsl­unni seg­ir hún það ekki ljóst á þess­um tíma­punkti hvað blaðamenn­irn­ir þrír hafi unnið sér til saka til þess að verðskulda stöðu sak­born­ings við rann­sókn lög­regl­unn­ar á Norður­landi. Þeim hafi verið sagt að þeir séu grunaðir um brot gegn friðhelgi einka­lífs­ins með skrif­um á frétt­um unn­um upp úr gögn­um sem sýndu sam­skipti fólks tengdu Sam­herja, sem kallaði sig skrímsladeild. Eng­inn hafi vé­fengt þess­ar frétt­ir og Sam­herji hafi síðan beðist af­sök­un­ar á því fram­ferði sem þar var lýst.

Það er óskilj­an­legt og í raun mjög al­var­legt að lög­regl­an á Norður­landi hafi ákveðið að kalla þrjá blaðamenn til yf­ir­heyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu frétt­ir upp úr gögn­um sem þeir höfðu und­ir hönd­um. Það er grund­völl­ur starfs blaðamanna að vinna úr gögn­um sem þeim ber­ast.

Lög­regl­an kall­ar hér blaðamenn til yf­ir­heyrslu með rétt­ar­stöðu grunaðs um að hafa brotið gegn friðhelgi einka­lífs­ins. Hvenær sem gögn eru þess eðlis að þau gætu tal­ist sem brot gegn friðhelgi einka­lífs­ins þarf blaðamaður að meta þau með til­liti til al­manna­hags­muna og meta hvort vegi þyngra, friðhelgi einka­lífs­ins eða al­manna­hags­mun­ir,“ seg­ir Sig­ríður í færsl­unni.

Þegar al­manna­hags­mun­ir vegi þyngra sé það aldrei spurn­ing að slík gögn eigi að nota til grund­vall­ar frétt­um sama hvernig gögn­in séu feng­in, að sögn Sig­ríðar. Alþjóðastofn­an­ir hafi lagt grund­vallaráherslu á það að gætt sé fyllstu var­kárni þegar blaðamenn séu rann­sakaðir. Blaðamenn hafi, sam­kvæmt dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, full­an rétt til og ber í raun skylda til þess að vernda heim­ild­ar­menn sína, hvort sem upp­lýs­ing­ar sem um ræði séu fengn­ar með lög­mæt­um eða ólög­mæt­um hætti, bæt­ir hún svo við.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað þrjá blaðamenn í yfirheyrslu …
Lög­regl­an á Norður­landi eystra hef­ur boðað þrjá blaðamenn í yf­ir­heyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einka­lífs. Eggert Jó­hann­es­son

Megi túlka sem óeðli­leg af­skipti lög­reglu 

Af mála­vöxt­um að dæma virðist sem það sé ætl­un lög­reglu að krefja blaðamenn um að gefa upp heim­ild­ar­menn sína. Það er bein­lín­is frum­skylda blaðamanna að standa vörð um heim­ild­ar­menn sína, enda er kveðið á um slíkt í lög­um og að um það hafi fallið marg­ir dóm­ar fallið.

Að auki eru vart dæmi um það á síðustu árum eða ára­tug­um að blaðamaður sé kallaður til yf­ir­heyrslu þar sem hann er kraf­inn um að veita lög­reglu upp­lýs­ing­ar um heim­ild­ar­menn sína, end­ar þykir flest­um slíkt frá­leit hug­mynd og marg­ir ára­tug­ir eru síðan slíkt mál fór síðast fyr­ir dóm­stóla.“

Það sem Sig­ríði þykir að eig­in sögn einna al­var­leg­ast í þessu máli er að lög­regl­an á Ak­ur­eyri virðist ekki átta sig á því að öll af­skipti dómsvalds­ins af blaðamönn­um þurfi að vera vel rök­studd, hafa skýr­an til­gang, þörf­in sé rík og þau að ganga út frá þeirri ófrá­víkj­an­legu meg­in­reglu að blaðamenn verndi heim­ild­ar­menn sína.

Seg­ir hún það því óskilj­an­legt og nær óverj­andi að lög­regl­an kalli blaðamenn til yf­ir­heyrslu ein­göngu til þess að fá þær upp­lýs­ing­ar frá þeim að þeir muni ekki gefa upp heim­ild­ar menn sína. Það megi bein­lín­is túlka sem óeðli­leg af­skipti lög­reglu af starfi blaðamanna sem tefji þá að auki frá öðrum störf­um á meðan.

Evr­ópuráðið hef­ur bent á að þessu til viðbót­ar geti af­skipti lög­reglu sem þessi af blaðamönn­um dregið úr vilja al­menn­ings til þess að láta blaðamönn­um í té upp­lýs­ing­ar, sem hafi einnig áhrif á rétta al­menn­ings til upp­lýs­inga.“

mbl.is