Rafknúinn Kona fyrir þingmenn

Logi Einarsson (t.h.) tók við fyrsta rafbílnum hjá bílaleigu Hertz.
Logi Einarsson (t.h.) tók við fyrsta rafbílnum hjá bílaleigu Hertz. mbl.is

Hertz á Íslandi hef­ur ný­lega gert samn­ing við Alþingi um lang­tíma­leigu á raf­bíl­um af gerðinni Hyundai Kona, ár­gerð 2022. Alþingi er þátt­tak­andi í verk­efn­inu „Græn­um skref­um“ sem er fyr­ir rík­is­stofn­an­ir sem vilja draga úr nei­kvæðum um­hverf­isáhrif­um af starf­semi sinni með því að auka hlut bif­reiða sem ganga fyr­ir um­hverf­i­s­væn­um orku­gjöf­um. Verk­efnið er á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og eru yfir 150 stofn­an­ir aðilar að því.

Hertz af­hend­ir í fyrsta áfanga níu raf­bíla en í heild er reiknað með 19 bíl­um. Meðfylgj­andi mynd er frá af­hend­ingu fyrsta bíls­ins er Logi Ein­ars­son þingmaður tók við lykl­um úr hendi Ey­steins Freys Júlí­us­son­ar, viðskipta­stjóra hjá Hertz.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: