Bátur sökk við Hafnarfjarðarhöfn

Báturinn sökk um þrjúleytið í dag.
Báturinn sökk um þrjúleytið í dag. Ljósmynd/Guðlaugur Jónasson

Strand­veiðibát­ur sökk við Hafn­ar­fjarðar­höfn um þrjú­leytið í dag og hef­ur hann nú verið dreg­inn upp úr sjón­um.

Guðlaug­ur Jónas­son, út­gerðarmaður Hvítá HF-420, var stadd­ur við Hafn­ar­fjarðar­höfn í dag þegar hann frétti af því að einn bát­ur­inn þar hafði sokkið.

Hann seg­ir erfitt að segja til um hvað hafi valdið því að svo hafi farið fyr­ir bátn­um, það verði ljóst þegar búið er að rann­saka at­vikið. Guðlaug­ur seg­ist þó hrædd­ur um að það gæti hafa sjó­sprungið sjórör í vél­ar­rými báts­ins, þar sem búið sé að vera ofboðslega kalt und­an­farið. Það komi þó margt til greina.

„Ég er svo­lítið hrædd­ur um að það hafi sjó­sprungið af því að það var ofboðslega kalt og svona opn­ir bát­ar með kannski vél­um á miðju dekki og smá­hlíf yfir.“

Að sögn Guðlaugs smíðaði Þorgrím­ur Her­manns­son bát­inn og var hann all­ur ný­upp­gerður.

Búið er að draga bát­inn upp úr höfn­inni en Guðlaug­ur var viðstadd­ur og að hans sögn gekk vel að ná bátn­um.

Búið er að draga bátinn upp úr höfninni.
Búið er að draga bát­inn upp úr höfn­inni. Ljós­mynd/​Guðlaug­ur Jónas­son
Ljós­mynd/​Guðlaug­ur Jónas­son
mbl.is