Góð loðnuveiði vestan við Eyjar

r Sigurður VE, skip Ísfélagsins, á veiðum undan Suðurlandi fyrir …
r Sigurður VE, skip Ísfélagsins, á veiðum undan Suðurlandi fyrir nokkrum dögum. Skipin voru við Eyjar í gær og afli var yfirleitt góður. Búið er að veiða rúmlega helming kvótans. mbl.is/Börkur Kjartansson

Loðnu­skip­in sem voru að veiðum í gær voru flest vest­an við Eyj­ar. Góður gang­ur hef­ur verið í vertíðinni síðustu daga, en loðnan geng­ur hratt vest­ur með suður­strönd­inni. Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja, seg­ir að von­andi verði gott veður, góð veiði og kröft­ug­ar loðnu­göng­ur á næst­unni svo allt gangi upp og kvót­inn ná­ist.

„Menn eru bjart­sýn­ir þegar veður­spá­in er góð, en svart­sýnni ef spá­ir illa,“ seg­ir Stefán.

Hann seg­ir að góð loðna hafi veiðst und­an­farið, en al­gengt sé að stærsta loðnan sé í fremstu göng­unni. Hrogna­fyll­ing er nú 15-16% og í vik­unni var byrjað að frysta hrygnu fyr­ir Jap­ans­markað. Hrogna­fyll­ing eykst með hverj­um deg­in­um og gæti hrogna­taka byrjað um eða upp úr mánaðamót­um í Faxa­flóa og Breiðafirði.

Af­kasta­mik­ill floti

Stefán seg­ir að vertíðin, sem byrjaði í des­em­ber, hafi verið erfið veðurfars­lega, en flot­inn sé af­kasta­mik­ill og búið sé að veiða yfir helm­ing heild­arkvót­ans upp á 662 þúsund tonn. Þangað til í lok síðustu viku veiddu skip­in í troll fyr­ir norðaust­an land, en skiptu þá yfir á nót. Nóta­veiðar séu mun háðari góðu veðri og í lægðagangi eins og verið hef­ur í vet­ur geti verið erfitt að at­hafna sig við suður­strönd­ina.

Spurður um markaði seg­ir Stefán að eft­ir­spurn sé eft­ir loðnu­af­urðum á mörkuðum. Verð sé al­mennt viðun­andi, en ekki sam­bæri­legt við vertíðina í fyrra þegar kvót­inn var miklu minni en núna og kom í kjöl­far tveggja ára án loðnu­afla.

Stefán Friðriksson.
Stefán Friðriks­son.

Mjöl og lýsi fer að stór­um hluta til Nor­egs og Skot­lands, þar sem helstu kaup­end­ur eru fram­leiðend­ur fóðurs fyr­ir fisk­eldi. Nokk­ur fryst­ing hef­ur verið á hæng fyr­ir markaði í Aust­ur-Evr­ópu og byrjað er að frysta hrognaloðnu á Jap­an. Verðmæt­asta afurðin er síðan loðnu­hrogn­in í lok vertíðar og seg­ir Stefán að eft­ir­spurn sé eft­ir þeim og reiknað sé með mik­illi fram­leiðslu.

Á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað var í fyrra­dag haft eft­ir Tóm­asi Kára­syni, skip­stjóra á Beiti NK, að vertíðin hefði gengið vel til þessa, „þetta er þrusu­vertíð“. Troll­veiðin hafi staðið lengi og verið drjúg. „Útlitið er bara gott að mínu mati varðandi fram­hald vertíðar­inn­ar. Það er oft sem loðnan fer að þétta sig þegar hún er kom­in vest­ur fyr­ir streng­inn en að und­an­förnu hef­ur hún verið dá­lítið tæt­ings­leg,“ sagði Tóm­as.

Komn­ir með 60 þúsund tonn

Í gær­morg­un mátti sjá norsku skip­in halda hvert af öðru úr fjörðum eystra, þar sem þau höfðu haldið sig vegna veðurs. 30 þeirra voru kom­in á loðnu­slóð upp úr há­degi. Ann­ar eins fjöldi beið þess að fá leyfi til að hefja veiðar, en 30 skip mega vera að veiðum á sama tíma.

Síðasti veiðidag­ur Norðmanna á vertíðinni hér við land er á þriðju­dag­inn. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru norsku skip­in búin að til­kynna um 60 þúsund tonna afla í gær, en þau mega alls veiða 145 þúsund tonn í lög­sög­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: