Mikil uppsöfnuð skemmtanaþörf

Páll Óskar Hjálmtýsson getur loksins haldið tónleika í tilefni fimmtugsafmælis …
Páll Óskar Hjálmtýsson getur loksins haldið tónleika í tilefni fimmtugsafmælis síns í næsta mánuði, tveimur árum eftir að hann átti afmæli. Tónleikunum hefur margoft verið frestað vegna samkomutakmarkana. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það eru all­ir að koma sér í gír­inn. Ég held að flest­ir leyfi sér að vera bjart­sýn­ir á að nú verði ákveðinn vendipunkt­ur, ekki endi­lega að vírus­inn sé að fara að hverfa held­ur að inn­grip­um og höml­um fari að ljúka,“ seg­ir Ísleif­ur B. Þór­halls­son, tón­leika­hald­ari hjá Senu Live, í sam­tali við Morg­un­blaðinu í dag.

Stjórn­völd eru byrjuð að aflétta sam­komutak­mörk­un­um vegna kór­ónu­veirunn­ar og boðað er að síðar í mánuðinum verði þeim aflétt að fullu. Þá er viðbúið að ýms­ar skemmt­an­ir og viðburðir sem hef­ur þurft að fresta vegna tak­mark­ana verði loks haldn­ar og fólk geti farið að leyfa sér að njóta lífs­ins með eðli­leg­um hætti á ný.

„Ég held að ef fólk get­ur loks farið á tón­leika án þess að gera sér­stak­ar ráðstaf­an­ir eins og að fara í hraðpróf eða bera grímu og ef loks­ins verður hætt að tala viðburði niður og fólk fer að upp­lifa að það sé með öllu óhætt að fara á viðburði þá verði al­ger sprengja í eft­ir­spurn. Og því verður auðvitað mætt með góðu fram­boði,“ seg­ir Ísleif­ur.

Tvenn­ir stór­tón­leik­ar haldn­ir sama kvöld

Viðburðahald­ar­ar hafa ít­rekað þurft að fresta viðburðum síðustu tvö ár vegna sam­komutak­mark­ana. Tón­leik­um Andrea Bocelli hef­ur til dæm­is verið frestað fjór­um eða fimm sinn­um. Þá hef­ur popp­ar­inn Páll Óskar Hjálm­týs­son ekki getað haldið stór­tón­leika í til­efni fimm­tugsaf­mæl­is síns en ef að lík­um læt­ur verða þeir haldn­ir í næsta mánuði, skömmu eft­ir að hann verður 52 ára.

Nóg verður að gera hjá Ísleifi og hans fólki í Senu Live á næst­unni. Í mars eru áætlaðar tvær uppist­ands­sýn­ing­ar Jimmy Carr, tón­leik­ar með Damon Al­barn og 75 ára af­mæl­is­sýn­ing Ladda. Í maí kem­ur Trevor Noah hingað til lands og stór­tón­leik­ar með Andrea Bocelli og Khalid verða haldn­ir sama kvöldið, þeir fyrri í Kórn­um og þeir seinni í Laug­ar­dals­höll. „Það er ekk­ert sér­stak­lega heppi­legt en við verðum bara að láta það ganga,“ seg­ir Ísleif­ur.

Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live.
Ísleif­ur B. Þór­halls­son, tón­leika­hald­ari hjá Senu Live. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í viðræðum við umboðsmenn

Tón­leika­hald­ar­inn seg­ir að næstu vik­ur og mánuðir fari í að koma frá þeim viðburðum sem frestað var og öðrum sem þegar hafa verið skipu­lagðir. Hann neit­ar því þó ekki að viðburðahald­ar­ar séu farn­ir að horfa fram á veg­inn. „Já, sam­töl­in við umboðsmenn eru kom­in af stað en það er ekk­ert enn að frétta. Það skulda all­ir tón­leika og sjálfsagt tek­ur það út þetta ár að hreinsa það upp. Eitt­hvað nýtt og stórt frá út­lönd­um mun því lík­lega aldrei fara fram fyrr en á næsta ári, en mögu­lega verður eitt­hvað til­kynnt fyr­ir lok árs. Við erum far­in að vinna að skipu­lagn­ingu Ice­land Airwaves og stefn­um á að gefa út til­kynn­ingu með hátíðina um miðjan mars. Í mars má einnig reikna með að við til­kynn­um eitt­hvað af ís­lensk­um stór­tón­leik­um og minni er­lenda tón­leika sem mun fara fram síðar á ár­inu.“

Eng­ar sér­tæk­ar aðgerðir

Viðburðahald­ar­ar hafa kvartað yfir skiln­ings­leysi stjórn­valda á síðustu miss­er­um. Því hef­ur verið haldið fram að fáir ef nokkr­ir geir­ar hafi farið verr út úr far­aldr­in­um enda taki und­ir­bún­ing­ur viðburða lang­an tíma og ekki hafi verið á vís­an að róa síðustu tvö árin þegar skellt hef­ur verið í lás með litl­um fyr­ir­vara.

„Í blá­byrj­un far­ald­urs­ins brugðust yf­ir­völd við af ansi mikl­um krafti með al­menn­um aðgerðum sem náðu ágæt­lega yfir aðila í viðburðahaldi, en eft­ir því sem lengra hef­ur liðið á finnst manni eins og þessi læv-geiri hafi gleymst eða að yf­ir­völd eigi erfitt með að skilja hann,“ seg­ir Ísleif­ur. „Það hef­ur verið ráðist í stór­ar og flott­ar sér­tæk­ar aðgerðir fyr­ir veit­inga­geir­ann, sviðlist­ir og tón­list­ar­heim­inn sem er auðvitað hið besta mál. En það hef­ur ekki ein króna farið í sér­tæk­ar aðgerðir fyr­ir læv-geir­ann, til tón­leika­hald­ara, tækja­fyr­ir­tækja og tækni­fólks­ins sem er verk­tak­ar, í innviðina í þess­um geira sem hef­ur nær al­farið verið lokaður í tvö ár og er í mikl­um sár­um. Við erum að tala um staðfest 80% tekju­fall og 20% brott­hvarf starfs­fólks. Ég held að stjórn­völd hafi ekki áttað sig á hvernig þau eiga að styrkja þenn­an geira en í lönd­un­um í kring­um okk­ur hef­ur verið farið í nokkuð öfl­ug­ar sér­tæk­ar aðgerðir. Það lít­ur því út fyr­ir að Ísland verði eina landið af þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við, sem fari í gegn­um all­an far­ald­ur­inn án þess að fara nokk­urn tím­an í sér­tæk­ar aðgerðir fyr­ir læv-geir­ann. Það er nú að verða ár síðan viðburðir fóru aft­ur í gang í Englandi og Banda­ríkj­un­um og þar á bæ hef­ur aldrei komið til greina að loka þeim aft­ur, þrátt fyr­ir nýj­ar bylgj­ur og Ómíkron-af­brigðið. Það er frek­ar að reynsl­an frá þess­um lönd­um sýni að hægt er að halda viðburði á ör­ugg­an hátt, með öll­um þeim tól­um og tækj­um, þekk­ingu og reynslu sem við nú búum yfir. Og nú ætl­um að verða langt á eft­ir Norður­lönd­un­um með að opna á ný fyr­ir viðburði,“ seg­ir Ísleif­ur.

Menn­ing­in lát­in blæða mest

„Við búum enn við þá hugs­un að all­ir viðburðir séu alltaf hættu­leg­ir og að því stærri, þeim mun hættu­legri og þessu mót­mæl­um við. Því er ákveðið að halda höml­um á þeim í tvær vik­ur til viðbót­ar, bara svona til ör­ygg­is, á meðan allt annað er í raun opið að fullu leyti. Menn­ing­in er alltaf lát­in blæða mest. Á tveim­ur árum höf­um erum við sem sagt kom­in í þann hugs­un­ar­hátt að aðgerðir og höml­ur sem áttu ein­ung­is að vera beitt í al­gjörri neyð eru látn­ar hang­ar áfram, bara til ör­ygg­is, þrátt fyr­ir að eng­inn sé að halda því fram að það sé nokk­ur neyð enn til staðar. Vanda­mál­in eru fyr­ir löngu far­in að snú­ast meira um aðgerðirn­ar en vírus­inn sjálf­an. Um dag­inn var til dæm­is ákveðið að opna bar­ina en á sama tíma mátt­um við ekki selja áfengi á viðburðum. Eins og drykkja eða ölv­un sé eitt­hvert vanda­mál í leik­hús­um, Hörpu eða á tón­leik­um al­mennt. Við erum löngu búin að missa tök­in á öllu er varðar meðal­hóf og jafn­ræði hvað þetta varðar. Það er ekki hægt að fara fram á sam­stöðu þegar aðgerðir eru órök­rétt­ar, ósann­gjarn­ar og til­gangs­laus­ar í aug­um margra. Og það er vond til­finn­ing þegar manni finnst að yf­ir­völd líti ekki á það leng­ur sem stór­mál að hefta frelsi fólks, til að lifa líf­inu og stunda sína at­vinnu og því liggi ekk­ert á að aflétta aðgerðum, að nokkr­ar vik­ur til eða frá séu ekk­ert mál.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: