Vill efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, sendi Fiski­stofu í dag er­indi og til­mæli um að efla eft­ir­lit með samþjöpp­un afla­heim­ilda.

Ráðherra legg­ur það fyr­ir stofn­un­ina að sér­stök áhersla verði lögð á að kanna, með mark­viss­um hætti, yf­ir­ráð tengdra aðila og að Fiski­stofa upp­lýsi ráðherra reglu­lega um niður­stöður sín­ar, að því er fram kem­ur á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Lagt fram frum­varp

Þar seg­ir að er­indi ráðherra byggi á skýrslu starfs­hóps um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni og skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar frá í des­em­ber 2018 um Eft­ir­lit fiski­stofu en í lög­um er fjallað um hver sam­an­lögð afla­hlut­deild í eigu ein­stakra aðila og tengdra aðila má nema.

Þá hef­ur ráðherra lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á ýms­um lög­um á sviði fisk­veiðistjórn­ar (eft­ir­lit Fiski­stofu o.fl.) en rík­is­stjórn­in samþykkti í gær að frum­varpið yrði sent til Alþing­is.

Í frum­varp­inu eru lagðar til breyt­ing­ar á sviði fisk­veiðistjórn­ar sem miða að því að styrkja eft­ir­lit Fiski­stofu. Mark­miðið er skil­virk­ara eft­ir­lit með til­ætluð varnaðaráhrif og að tryggja því bet­ur fram­fylgni við lög og regl­ur á sviði fisk­veiðistjórn­ar.

mbl.is