Binni sagði já á Kúbu

Bassi Maraj bað Binna Glee að trúlofast sér í gær.
Bassi Maraj bað Binna Glee að trúlofast sér í gær. Samsett mynd

Strák­arn­ir úr raun­veru­leikaþátt­un­um Æði njóta alls þess góða sem lífið hef­ur upp á að bjóða á Kúbu um þess­ar mund­ir. Húm­or­inn er aldrei langt und­an hjá þeim Bassa Maraj, Binna Glee og Pat­reki Jamie en í gær sýndu þeir frá því þegar Bassi fór á skelj­arn­ar og bað Binna að trú­lof­ast sér. 

„Góðir hlut­ir ger­ast hægt. Hann sagði já,“ skrifaði Bassi við mynd af sér að biðja Binna. Síðan setti hann inn mynd af trú­lof­un­ar­hringn­um.

Strák­arn­ir flugu til Kúbu fyrr í vik­unni, en um er að ræða leiguflug sem skipu­lagt var í kring­um af­mæli Guðjóns Más Guðjóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Oz ehf.

Binni Glee sagði já.
Binni Glee sagði já. Sam­sett mynd

Auk strákanna úr Æði eru einnig áhrifa­vald­arn­ir Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir og Jó­hanna Helga Jens­dótt­ir í ferðinni, en þær eru líka þekkt­ar á sjón­varps­skján­um en þátt­ur þeirra #Sam­starf var sýnd­ur á Stöð 2 á síðasta ári. 

Hóp­ur­inn skellti sér í skoðun­ar­ferð til höfuðborg­ar Kúbu, Hav­ana, í gær og naut alls þess sem borg­in hef­ur upp á að bjóða.

View this post on In­sta­gram

A post shared by BRYNJ­AR (@binnig­lee)

View this post on In­sta­gram

A post shared by BASSI MARAJ (@bassim­araj)



mbl.is