Loðnuráðgjöf lækkuð um 34.600 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki …
Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að loðnu­afli á vertíðinni 2021/​2022 verði ekki meiri en 869.600 tonn, sem þýðir 34.600 tonna lækk­un ráðgjaf­ar frá þeirri sem gef­in var út 1. októ­ber 2021.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un.

Bygg­ir á mæl­ing­um á stærð veiðistofns­ins

Ráðgjöf­in bygg­ir á sam­tekn­um niður­stöðum á mæl­ing­um á stærð veiðistofns í haust­leiðangri (1834 þús. tonn) og leiðöngr­um sem fóru fram frá 19. janú­ar til 14. fe­brú­ar (938 þús. tonn). Áætlaður afli á milli haust- og vetr­ar­mæl­inga er 275 þús. tonn.

Mæl­ing­ar fóru að mestu fram í leiðangri dag­ana 19.-31. janú­ar með þátt­töku skipa Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, r/​s Bjarna Sæ­munds­son­ar og r/​s Árna Friðriks­son­ar. Þá náðist að mæla loðnu­stofn­inn í seinni at­rennu af tveim­ur dag­ana 25.-31. janú­ar í heild­stæðri yf­ir­ferð frá Horn­banka að Hval­bak. Ekki var unnt að mæla vest­ar vegna íss. Því var farið í ann­an leiðang­ur á r/​s Árna Friðriks­syni þegar skil­yrði leyfðu rúmri viku síðar og náðist mæl­ing frá Græn­lands­sundi aust­ur yfir Kol­beins­eyj­ar­hrygg 10.-14. fe­brú­ar, að því er greint frá í til­kynn­ing­unni.

Dreifing loðnu í leiðöngrum 25. janúar-14. febrúar 2022.
Dreif­ing loðnu í leiðöngr­um 25. janú­ar-14. fe­brú­ar 2022. Kort/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un

Um­tals­verður mun­ur á stærð stofns­ins

Við heild­ar­stofn­mat hafi niður­stöður leiðang­urs í fe­brú­ar vest­an 22°V verið lagðar við mæl­ing­ar í janú­ar. Óvar­legt hafi verið talið að gefa sér þá for­sendu að loðna á svæðinu á milli Horn­banka og Kol­beins­eyj­ar­hryggj­ar í fe­brú­ar væri hrein viðbót við það sem mælt var í janú­ar. Þar liggi til grund­vall­ar að loðnan á svæðinu hafi verið mjög blönduð, enn­frem­ur hafi verið tölu­vert af loðnu sem var skammt kom­in í kynþroska á og því óvíst hvenær hún muni hrygna. Árgang­ur­inn 2019, sem ber uppi veiðina á yf­ir­stand­andi vertíð, sé án efa stór, en mik­il óvissa sé um hve stór hluti hans muni hrygna í vor. Þess­ir þætt­ir geti skýrt um­tals­verðan mun á mældri stærð stofns­ins í haust og nú í vet­ur.

Ráðgjöf um afla­mark bygg­ist á því að 95% lík­ur séu á að hrygn­ing­ar­stofn­inn í mars verði yfir 150.000 tonn­um að teknu til­liti til afráns. Sam­kvæmt því leiði þessi heild­ar­mæl­ing til veiðiráðgjaf­ar upp á 869.600 tonn vet­ur­inn 2021-2022.

mbl.is