Sundskýlur á þrotum

Stöðugur straumur norskra sjómanna hefur verið í náttúruböð Vök.
Stöðugur straumur norskra sjómanna hefur verið í náttúruböð Vök. Ljósmynd/Vök

Bræl­ur til sjáv­ar­ins hafa verið lyfti­stöng fyr­ir Vök Baths skammt frá Eg­ils­stöðum að und­an­förnu. Norsk­ir sjó­menn á loðnu­skip­un­um, sem hafa verið að veiðum úti fyr­ir Aust­ur­landi síðustu vik­ur, hafa fjöl­mennt í fljót­andi nátt­úru­laug­arn­ar hjá Vök.

Oft hafa þeir þurft að bíða inni á höfn­um eystra eft­ir að veður gengi niður á miðunum eða eft­ir að fá leyfi til að hefja veiðar. Þá hef­ur verið nota­legt að geta brugðið sér í Vök.

„Þeir hafa komið hingað nokk­ur kvöld síðustu vik­ur, oft um 15 manns og mest rúm­lega 30 í einu,“ seg­ir Aðal­heiður Ósk Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vök Baths.

„Þetta hef­ur gengið vel fyr­ir sig, einu áskor­arn­irn­ar hafa tengst því að við eig­um ekki til ótak­markað af sund­skýl­um. Flest­ir hafa sjó­menn­irn­ir þurft að leigja sund­skýlu enda eru þær tæp­ast staðal­búnaður þegar farið er á loðnu­vertíð. Suma daga hafa skýl­urn­ar verið á þrot­um, en allt hef­ur þetta bjarg­ast.“

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðal­heiður Ósk Guðmunds­dótt­ir

Aðal­heiður seg­ir að alla jafna séu janú­ar og fe­brú­ar ró­leg­ir mánuðir. Í ár hafi áhugi árskorta­hafa, bestu viðskipta­vina hjá Vök, og norsku sjó­menn­irn­ir fært aukið líf í laug­arn­ar síðustu vik­urn­ar. Hún seg­ir út­litið gott í ár og tals­vert sé um fyr­ir­spurn­ir frá er­lend­um og inn­lend­um hóp­um.

Vök Baths tók til starfa í júlí 2019 og nán­ast all­an tím­ann hef­ur glíma við heims­far­ald­ur verið í gangi. Aðal­heiður seg­ir að síðasta ár hafi 62% viðskipta­vina verið inn­lend­ir og þrátt fyr­ir tak­mark­an­ir verði árið gert upp með hagnaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: