Málið tekið fyrir á miðvikudag

Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í …
Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í yfirheyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einkalífsins. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, Þóra Arn­órs­dóttiur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, Samsett mynd

Búið er að fresta fyr­ir­huguðum yf­ir­heyrsl­um yfir blaðamönn­um Kjarn­ans, Stund­ar­inn­ar og RÚV, þar til niðurstaða fæst í kröfu Aðal­steins Kjart­ans­son­ar, blaðamanns Stund­ar­inn­ar.

Aðal­steinn greindi frá því fyrr í dag á Twitter-síðu sinni að yf­ir­heyrsl­unni yfir sér hefði verið frestað, og Kjarn­inn greindi svo frá því að svo ætti einnig við um hina blaðamenn­ina sem málið snýr að, þau Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamann á Kjarn­an­um, Þóru Arn­órs­dótt­ur, rit­stjóra Kveiks og Þórð Snæ Júlí­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans.

Aðal­steinn seg­ir í sam­tali við mbl.is að sér skilj­ist að krafa sín verði tek­in fyr­ir á miðviku­dag­inn í Héraðsdómi Norður­lands eystra, en að hann sé ekki með á hreinu hvað það muni svo taka lang­an tíma að fá niður­stöðu eða úr­sk­urð í málið. 

„Þetta snýst ekki um að ég vilji ekki fara að lög­um, held­ur snýr þetta ein­mitt að því að ég vil að það verði farið að lög­um,“ seg­ir Aðal­steinn. Hann seg­ir að það sé skýrt í ákvæðum al­mennra hegn­ing­ar­laga um friðhelgi einka­lífs að þau eigi ekki við þegar al­manna­hags­mun­ir liggi við, og að því hafi hann ákveðið að fá úr því skorið fyr­ir dóm­stól­um hvort að aðgerðir lög­reglu stæðust lög.

mbl.is