Þakkar Guði fyrir að hafa aldrei misst mann

Sæmundur Þór Hafsteinsson eftir síðasta túr á Arnari HU-1. Hann …
Sæmundur Þór Hafsteinsson eftir síðasta túr á Arnari HU-1. Hann segir árin á sjó hafa verið góðan tíma. Ljósmynd/Aðsend

Sæmund­ur Þór Haf­steins­son á Skaga­strönd kveðst hafa gengið sátt­ur frá borði eft­ir sína síðustu veiðiferð í des­em­ber en þar með lauk 32 ára ferli á sjó. Hann seg­ir mikla sam­heldni hafa verið í þeim áhöfn­um sem hann hafi til­heyrt og þakk­ar Guði fyr­ir að hafa aldrei misst mann.

„Þeir eru að fara mín­ir menn núna og maður hugs­ar til þeirra. Þetta eru mik­il viðbrigði,“ seg­ir Sæmund­ur er blaðamaður heyr­ir í hon­um. Hann hóf sjó­manns­fer­il­inn á ís­fiski en var á frysti­skip­um frá 1995 og lauk sín­um síðasta túr á Arn­ari HU-1, sem FISK Sea­food á Sauðár­króki ger­ir út, þann 22. des­em­ber á síðasta ári en lengst af var hann á Málmey SK-1. Aðspurður kveðst Sæmund­ur þríf­ast jafn vel á landi og á sjó. „Enn sem komið er,“ bæt­ir hann við og hlær.

Sæmund­ur seg­ir lík­leg­ustu skýr­ing­una á að hann hafi haldið til sjós vera að hefðbund­in vinna henti sér illa enda sé hann meira fyr­ir skorpu­vinnu að eig­in sögn. „Mér lík­ar það bet­ur að taka tarn­ir. En það munaði litlu að ég væri hætt­ur því ég var svo rosa­lega sjó­veik­ur fyrsta hálfa árið, en ég lét mig hafa það og ent­ist 32 ár.“

Hef­ur þetta alltaf verið jafn skemmti­legt?

„Á sjón­um? Ég væri nú að ljúga því, þetta er nú mis­skemmti­legt. En það sagði mér einu sinni gam­all maður að ef þú toll­ir á sjón­um þarftu að hafa einn hæfi­leika og það er að geta gleymt bræl­un­um eins fljótt og þær koma. Því það er gegn­um­gang­andi þannig að ef það er bræla í ein­hvern tíma vill maður bara hætta þessu og fara ekk­ert aft­ur. Maður þarf að geta fyr­ir­gefið veðurguði.“

Sæmund­ur seg­ir nú taka við að sinna hest­un­um sem eru hans helsta áhuga­mál, auk þess er unnið að því að breyta hest­hús­inu. Hann er þó ekki sest­ur í helg­an stein, enda enn ung­ur maður­inn, og kveðst hann hafa fengið til­boð um vinnu frá fyr­ir­tæki Snæ­björns Guðmunds­son­ar, Bletti ehf., sem vinn­ur nú verk­efni fyr­ir Vega­gerðina. Snýr fram­kvæmd­in að end­ur­bót­um á 12 kíló­metra kafla á Þver­ár­fjalls­vegi ásamt brú yfir Laxá.

Sæmundur kveðst hugsa til kolleganna á Arnari HU.
Sæmund­ur kveðst hugsa til koll­eg­anna á Arn­ari HU. Ljós­mynd/Þ​or­leif­ur Geirs­son

Aft­ur á sjó verði hann frá­vita

„Ég ætlaði alltaf að hætta um sex­tugt, og svo kom þetta verk­efni [hjá Vega­gerðinni] upp á þess­um tíma og spurt hvort ég væri á leiðinni í land. Þetta ýtti enn frek­ar á það. En það var al­veg ótrú­lega erfitt að taka ákvörðun um að hætta,“ út­skýr­ir Sæmund­ur sem seg­ir síðasta túr­inn, sem lauk rétt fyr­ir jól, vera eft­ir­minni­leg­an. „Það var mjög skrýtið að vera á lands­tími og hugsa um að þetta væri síðasta lands­tímið á þessu skipi.

Menn bind­ast al­veg ótrú­leg­um fjöl­skyldu­bönd­um, þetta verður eig­in­lega lít­il fjöl­skylda. Þarna verðum við að bjarga okk­ur svo mikið. Ég er bú­inn að vera fyrsti stýri­maður frá 2002 og er bú­inn að upp­lifa al­veg ótrú­leg­ustu uppá­kom­ur bæði lík­am­lega og sál­ar­lega. Þetta er svo margt og það rann allt í gegn­um haus­inn á mér á lands­tím­inu.“

Ekki er úti­lokað að Sæmund­ur haldi á sjó á ný, hann ætl­ar að taka einn dag í einu sjá til. „Ef ég verð al­veg frá­vita verð ég bara að fara á sjó aft­ur. Ég reikna ekki með því að það ger­ist, en það get­ur vel verið — af því að maður er með stýri­manns­rétt­ind­in og þessa reynslu — að maður fari að leysa af nokkra túra á ári. Þetta er þó allt óráðið og get­ur vel verið að komi annað svona verk­efni hjá Vega­gerðinni.“

Tog­ari eða ekk­ert

„Nei, nei, nei, nei. Alls ekki,“ svar­ar Sæmund­ur er hann er spurður hvort það heilli að láta reyna á strand­veiðar í sum­ar. „Það eru tvær mann­gerðir. Það er trillu­sjó­maður og tog­ara­sjó­maður. Ég gæti ekki hugsað mér að fara á þetta en marg­ir segja að tog­ari sé ekk­ert fyr­ir sig og vilja frek­ar vera á litl­um bát. Mér hef­ur fund­ist þetta vera svona. Það hafa marg­ir unnið með manni í gegn­um tíðina og annaðhvort þola menn þetta eða ekki.“

Hvað ætli þú haf­ir farið með mörg­um á sjó?

„Guð minn al­mátt­ug­ur. Ég get ekki ímyndað mér það,“ seg­ir Sæmund­ur og skell­ir upp úr. „Ég get sagt að þeir eru marg­ir og ég þekki menn um allt land orðið, svei mér þá.“ Sæmund­ur seg­ir marga hafa komið í staka túra í gegn­um árin og því hef­ur hann kynnst mörg­um, en ljóst er að all­ir hafa þeir látið mis­jafn­lega af úti­ver­unni.

Frystitogarinn Málmey SK-1 var smíðaður 1987 af skipasmíðastöðinni Flekkefjord Slipp …
Frysti­tog­ar­inn Málmey SK-1 var smíðaður 1987 af skipa­smíðastöðinni Flekk­efjord Slipp & Maskin­fa­brikk í Nor­egi. Heima­höfn skips­ins er Sauðár­krók­ur. Ljós­mynd/​Hafþór Hreiðar­son

Á öll­um ferl­in­um er það eitt sem stend­ur upp úr að sögn Sæ­mund­ar. „Ég þakka Guði fyr­ir að hafa ekki misst mann, hvorki í sjó­inn eða með öðrum hætti. Það er lofs­vert. Það eru ekki all­ir sem geta þakkað fyr­ir það. Það held ég sé al­veg hræðileg lífs­reynsla að missa mann. Mér heyr­ist það á þeim sem ég hef talað við og lent í því. Maður heyr­ir það á þeim.“

Hann tel­ur sig lán­sam­an og kveðst alla tíð hafa verið mjög hepp­inn með áhafn­ir. „Þetta er búið að vera góður tími, en ég er ákaf­lega feg­inn að vera kom­inn í land og þurfa ekki að und­ir­búa næsta mánuðinn og flýta mér að græja allt áður en ég fer á sjó á laug­ar­degi,“ seg­ir Sæmund­ur að lok­um og hlær.

Á sjó í 32 ár

Sjó­manns­fer­ill Sæ­mund­ar Þórs Haf­steins­son­ar hófst á Hegra­nes­inu hinn 20. apríl 1989.

Sótti hann síðan nám í Stýri­manna­skól­an­um 1991 og út­skrifaðist vorið 1993. Að námi loknu varð hann stýri­maður í sigl­ing­um á Skag­f­irðingi en fór þaðan á Málmey SK-1 árið 1995, fyrst sem há­seti en varð svo ann­ar stýri­maður. Í júlí 2015 hlaut Sæmund­ur síðan stöðu fyrsta stýri­manns á Arn­ari.

Öll skip­in sem Sæmund­ur hef­ur verið á hafa verið gerð út af fé­lög­um sem mynduðu síðar FISK Sea­food. Í til­efni þeirra tíma­móta að hann hætti á sjó af­henti Gylfi Guðjóns­son, út­gerðar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, hon­um blóm og gjafa­kort frá FISK Sea­food og sam­starfs­fólki, með kæru þakk­læti fyr­ir sam­starfið og vinnu í þágu fyr­ir­tæk­is­ins í ára­tugi.

Sæmundur er útgerðarstjórinn Gylfi Guðjónsson færði honum blóm í desember.
Sæmund­ur er út­gerðar­stjór­inn Gylfi Guðjóns­son færði hon­um blóm í des­em­ber. Ljós­mynd/​FISK Sea­food
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: