Fiskiskipafloti Íslendinga eldri og minni

Bárður SH og Áskell ÞH voru smíaðir 2019 og Vörður …
Bárður SH og Áskell ÞH voru smíaðir 2019 og Vörður ÞH 2018. Skipin eru töluvert undir meðalaldri íslenska fiskiskipaflotans. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslenski fiski­skipa­flot­inn held­ur áfram að minnka og hef­ur hann dreg­ist sam­an um 142 fiski­skip á und­an­förn­um fimmtán árum. Meðal­ald­ur op­inna báta hef­ur ekki verið hærri síðastliðin 15 ár, en ald­ur tog­ara hef­ur hins veg­ar lækkað ört frá 2016 vegna um­fangs­mik­illa fjár­fest­inga í nýj­um skip­um.

Íslenski fiski­skipa­flot­inn minnkaði um 12 skip milli ár­anna 2020 og 2021. Fimm færri tog­ar­ar eru nú í flot­an­um, tveim­ur færri vél­skip og fimm færri opn­ir bát­ar. Á und­an­förn­um fimmtán árum hef­ur fiski­skip­um fækkað um 142 eða 8,4%. Mesta fækk­un­in á þess­um tíma er í vél­skip­um sem hef­ur fækkað um 159 en tog­ar­um hef­ur fækkað um 22.

Fjöldi íslenskra fiskiskipa og meðalaldur 2006 til 2021
Fjöldi ís­lenskra fiski­skipa og meðal­ald­ur 2006 til 2021 mbl.is

Alls eru 39 fleiri opn­ir bát­ar nú en árið 2006 og eru þeir 815 tals­ins. Þess­um bát­um fækkaði ört frá 2006 til 2008 eða um 76 báta, 10%. Tók þeim að fjölga árið sem strand­veiðikerf­inu var komið á, 2009. Flest­ir voru bát­arn­ir árið 2014 þegar þeir voru 863.

Heild­arafli ís­lenska fiski­skipa­flot­ans hef­ur sveifl­ast á tíma­bil­inu og var á síðasta ári 1.158 þúsund tonn en 1.448 þúsund tonn 2012 og 1.322 þúsund tonn 2006. Mætti því draga þá álykt­un að fækk­un tog­ara og vél­skipa mætti meðal ann­ars rekja til fjár­fest­inga sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í bát­um og skip­um sem geta náð meiri afla.

Fjár­fest fyr­ir tugi millj­arða

Meðal­ald­ur ís­lenskra fiski­skipa hef­ur hækkað um sex ár frá 2006 til 2021 og hef­ur ekki verið hærri í fimm ár. Þó hef­ur meðal­ald­ur­inn verið á svipuðu róli und­an­far­in fimm til sjö ár, en hef­ur hækkað um tvö ár frá 2019.

Á ár­un­um 2008 til 2019 námu fjár­fest­ing­ar í bát­um og skip­um 108 millj­örðum króna og virðast þær aðallega hafa skilað sér í nýj­um tog­ur­um enda hef­ur meðal­ald­ur þeirra lækkað á und­an­förn­um árum og er hann nú 22 ár en var 30 ár 2016.

Vél­skip­in eru nú 29 ára að meðaltali og hef­ur ald­ur þeirra hækkað jafnt og þétt á und­an­förn­um 15 árum sam­hliða fækk­un­inni. Má því álykta að auk­in af­kasta­geta sí­fellt yngri tog­ara sé á kostnað sí­fellt eldri vél­skipa.

„Þær fjár­fest­ing­ar sem ráðist hef­ur verið í á und­an­förn­um árum hafa verið nauðsyn­leg­ar vegna þess hve fiski­skipa­stóll­inn var orðinn gam­all, en auk þess hafa þær gert fyr­ir­tækj­um mögu­legt að inn­leiða nýja tækni og skipu­lag um borð í skip­un­um og draga úr eldsneyt­is­notk­un. Nýju skip­in eru í mörg­um til­vik­um öfl­ugri en hin eldri og því hef­ur einnig verið hægt að sam­eina afla­heim­ild­ir á færri skip og þannig auka enn frem­ur hag­kvæmni við veiðarn­ar,“ seg­ir um end­ur­nýj­un ís­lenskra fiski­skipa í skýrslu um horf­ur í sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi, sem kynnt var á síðasta ári.

Sem fyrr seg­ir hef­ur opn­um bát­um fjölgað frá því að strand­veiðikerfið var tekið upp, en sá floti hef­ur elst mikið frá þeim tíma og er meðal­ald­ur hans nú 33 ár, það er ára­tug hærri en þegar strand­veiðikerf­inu var komið á og hæsti meðal­ald­ur báta í þess­um flokki und­an­far­in 15 ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: