30-40 þúsund tonn frá Norðmönnum?

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Síðasti veiðidag­ur Norðmanna á loðnu­vertíðinni er í dag og voru 27 norsk skip að veiðum fyr­ir aust­an land í gær. Ekki er út­lit fyr­ir að þau nái heild­arkvóta sín­um og gætu 30-40 þúsund tonn fallið í hlut ís­lenskra veiðiskipa.

Íslensku skip­in voru flest að veiðum á Faxa­flóa í gær. Fram­an af degi var ágæt­ur afli, en veður versnaði mjög er leið á dag­inn. Útgerðar­menn sem rætt var við töluðu um að vertíðin væri öðrum þræði kapp­hlaup við lægðirn­ar, sem hver af ann­arri hef­ur gengið landið að und­an­förnu.

Loðnu­fryst­ing er nú í full­um gangi, m.a. fyr­ir markaði í Jap­an. Full­trú­ar kaup­enda eru stadd­ir hér á landi þessa dag­ana, gæðameta hrognaloðnuna og fara yfir hvort hún stand­ist kröf­ur. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: