„Gæfa að strandveiðum var komið á“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, skrifar í aðsendri grein í …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, skrifar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að strandveiðar hafi sýnt að þær hafa verið jákvæð breyting í fiskveiðistjórnunarkerfinu. mbl.is/Golli

„Það er mik­il gæfa sjáv­ar­út­vegs­ins að strand­veiðum var komið á árið 2009 og fest­ar í lög ári síðar. Hundruð sjó­manna með út­gerðarblóð í æðum flykkt­ust á sjó og hófu veiðar með hand­fær­um, strand­veiðar,“ skrif­ar Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS), í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar seg­ir hann strand­veiðarn­ar ekki ein­ung­is hafa veitt nýj­um aðilum tæki­færi til út­gerðar held­ur auk þess létt und­ir með þeim sem gera út með litl­ar afla­heim­ild­ir. Vís­ar Örn til þess að 672 hafi tekið þátt í strand­veiðunum síðasta sum­ar.

Afla­heim­ild­um sem ætlað er strand­veiðum í sum­ar nema 8.500 tonn­um sem er 15% minna en voru 10 þúsund tonn á síðasta ári. LS hef­ur mót­mælt skerðing­unni og hkrefjast þess að öll­um sem taka þátt í veiðunum verði tryggðir 48 veiðidag­ar.

„Metnaður manna um gæði afl­ans er gríðarleg­ur og laun­in fyr­ir það sjást á upp­gjöri frá fisk­mörkuðum þar sem verð er í hæstu hæðum. Meðal­verð á óslægðum þorski á hand­færi á sl. sumri var 349 kr./​kg sem er rúm­lega 70% hærra en út­gefið verð frá Verðlags­stofu skipta­verðs var fyr­ir þriggja kílóa þorsk. Tekju­póst­ar til lönd­un­arstaða taka marg­ir hverj­ir mið af afla­verðmæti þannig að nær­vera strand­veiðibáta er þeim kær­kom­in,“ skrif­ar Örn.

Í pistli á vef Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi full­yrti Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, at­hygli á því að það hefði verið viðvar­andi vanda­mál hjá strand­veiðisjó­mönn­um að skila afurð í nægi­lega mikl­um gæðaflokki. Benti hún meðal ann­ars á skýrslu Matís, Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofu frá 2011.

Heiðrún Lind sagði jafn­framt sann­girn­is­mál að skerðing­ar í þorskkvót­an­um nái jafnt til allra sem stunda veiðar.

Auki rekstr­arör­yggi

Örn seg­ir í grein sinni strand­veiðar tryggja fram­boð af þorski á þeim tíma sem alla jafna er lítið fram­boð á fisk­mörkuðum og

„Strand­veiðar hafa tryggt rekst­ur fisk­markaða og þar með til­veru margra lít­illa og meðal­stórra fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja. Því kom ekki á óvart að í fyrra skoraði stjórn Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda (SFÚ) á ráðherra að nægj­an­leg­ar veiðiheim­ild­ir yrðu tryggðar til þess að strand­veiðimenn geti lokið veiðitíma sín­um,“ skrif­ar hann í grein sinni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: