Sett frá tískuvörumerkinu House of Sunny hafa slegið í gegn hjá áhrifavöldunum undanfarin misseri. Varla er til sá áhrifavaldur sem ekki hefur klæðst einhverju frá merkinu, en það fæst í versluninni Yeoman.
Um er að ræða samstæðar buxur og jakka með loðkraga og loði á ermunum. Gallarnir eru virkilega smart og er hægt að klæða þá upp og niður eftir tilefni.
Áhrifavaldarnir Sunneva Eir Einarsdóttir, Elín Erna Stefánsdóttir og Kristín Pétursdóttir auk fleiri hafa klæðst settum frá House of Sunny síðustu mánuði.