Saga B djammar í Dúbaí

Saga nýtur lífsins í Dúbaí.
Saga nýtur lífsins í Dúbaí. Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­kon­an Berg­lind Saga Bjarna­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Saga B, er stödd í Dúbaí. Á milli þess sem Saga nýtur lífsins í sólinni fer hún á skemmtanalífið í Dúbaí og eru þá kokteilar og kampavínsflöskur ekki langt undan. 

Saga hefur birt myndir af sér á hólteinu Five Palm Jumeirah í Dúbaí en það er fimm stjörnu lúxushótel. Allt er löðrandi í lúxus á hótelinu og er gengið beint út á strönd úr hótelgerðinum. Hótelbyggingin sjálf er ansi mögnuð þar sem að sundlaugin er undir hótelinu. 

Það er ekki ódýrt að gista á hótelinu. Ferðavefur mbl.is athugaði hvað nóttin kostar á hótelinu fyrir tvær manneskjur í lok febrúar. Á bókunarsíðu hótelsins má sjá að ódýrasta nóttin kostar rúmlega 70 þúsund en getur auðveldlega kostað um 120 þúsund krónur. Ekki er þá um sérstakar lúxussvítur að ræða. 

Hótelið Five Palm Jumeirah er flott.
Hótelið Five Palm Jumeirah er flott.

Íslendingar hafa verið duglegir að fara til Dúbaí að undanförnu. Fót­bolta­stjarn­an Hörður Björg­vin Magnús­son og sam­býl­is­kona hans Móeiður Lár­us­dótt­ir fóru til Dúa­baí í desember en þá var stutt síðan að at­hafna­kon­an Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir dvaldi þar. 

Kyn­líf­stækja­sér­fræðing­ur­inn og eig­andi Blush, Gerður Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir, fór til Dúbaí fyrr í febrúar. Hún tók að sjálfsögðu með sér unaðstæki í ferðalagið þrátt fyrir að hjálpartæki ástarlífsins væru illa séð. 

mbl.is