Feðgarnir í brúnni

Oddur Orri og Brynjar Kristmundsson hvor í sínum brúarglugganum þegar …
Oddur Orri og Brynjar Kristmundsson hvor í sínum brúarglugganum þegar þeir komu inn til Ólafsvíkur með vel hlaðinn bát af góðum þorski. Vel veiðist nú við Snæfellsnes og stutt er úr höfn á fengsæla fiskislóð. mbl.is/Alfons

„Núna er hér fínt fiskirí, afl­inn í síðustu viku var um 100 tonn og tvö­föld sú tala nú í fe­brú­ar. Sjó­mennsk­an er alltaf skemmti­leg, en er al­gjört æv­in­týri eins og þessa dag­ana þegar veiði er góð á miðri vetr­ar­vertíð,“ seg­ir Odd­ur Orri Brynj­ars­son, sjó­maður í Ólafs­vík.

Nú í vet­ur hef­ur hann verið af­leys­inga­skip­stjóri á Stein­unni SH -167 og er fjórði ættliður­inn sem er skip­stjóri.

Löng saga í Ólafs­vík

Saga þessi hefst á Hall­dóri Friðgeiri Jóns­syni í Ólafs­vík sem um 1940 hóf út­gerð. Fyrst var Hall­dór skip­stjóri, þá Krist­mund­ur, son­ur hans, og svo Brynj­ar, skip­stjóri á Stein­unni SH frá því um 1980. Lengi voru sex bræður í áhöfn Brynj­ars, hann þar meðtal­inn. Einn þeirra er nú lát­inn og þrír komn­ir í land. Einn bræðranna sex er Ægir, sem enn tek­ur róðra sem vél­stjóri, og eft­ir góða pásu kom Brynj­ar aft­ur inn nú í fe­brú­ar og þjálf­ar Odd Orra sem fór sinn fyrsta túr sem skip­stjóri 17. sept­em­ber sl. haust. Átta menn eru í áhöfn báts­ins nú og er skyld­leiki meðal margra þeirra.

Stein­unn SH er 150 brútt­ót­onna bát­ur, smíðuð í Garðabæ 1971, en hef­ur síðan verið lengd og yf­ir­byggð. Bræðurn­ir Krist­munds­syn­ir og þeirra fólk áttu bát­inn og út­gerð hans allt fram á síðasta ár, þegar FISK Sea­food ehf. á Sauðár­króki keypti 60% hlut í út­gerðarfé­lag­inu. Brynj­ar og Ægir eru áfram eig­end­ur og sækja sjó­inn sam­kvæmt því.

Steinunn er 150 tonna aflabátur, smíðaður fyrir 51 ári og …
Stein­unn er 150 tonna afla­bát­ur, smíðaður fyr­ir 51 ári og oft verið breytt. mbl.is/​Al­fons

Sjó­mennsk­an í blóðinu

„Ég hef alltaf, kannski ómeðvitað að hluta, stefnt að því að taka við skip­stjórn af pabba, og þar með afa og langafa. Þetta er í blóðinu. Fyrst fór ég á sjó með pabba fyr­ir um 25 árum en fyrstu róðra sem skip­stjóri tók ég nú í októ­ber. Mér finnst fínt að fá pabba inn í þetta með mér núna, svo margt má af hon­um læra, svo sem hvar er best að vera á hverj­um tíma. Núna erum við mikið hér rétt út af Ólafs­vík, á fiskislóðum sem heita Foss­inn og Keld­an,“ seg­ir Odd­ur Orri og bæt­ir við: „Þegar stutt er á miðin er dags­birt­unni fylgt, farið úr höfn um klukk­an átta á morgn­ana og þegar vel veiðist náum við í land á miðjum degi. Þegar líður lengra fram á vorið för­um við fyrr af stað um morg­un­inn og sækj­um þá á miðin út af Önd­verðarnesi, þangað sem er lengra að sækja. Öll mið hafa sín sér­kenni og standa þarf rétt að mál­um, svo sem þegar snur­voðin er dreg­in út og sett inn, en í hverj­um róðri tök­um við oft sex til átta köst.“

Brynj­ar Krist­munds­son seg­ir ánægju­legt að Odd­ur Orri sé nú að taka við skip­stjórn á Stein­unni, eins og lengi hafi legið í loft­inu. „Áhug­inn er mik­ill og slíkt er mik­il­vægt. Árang­ur af störf­um verður aldrei mik­ill ef fólk er að lufs­ast,“ seg­ir Brynj­ar, sjó­maður frá unglings­ár­um en nú á leið í land.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: