Leikarinn Justin Theroux elur manninn í Mexíkó um þessar mundir. Birti hann mynd af sér og hundinum sínum, Kuma, að njóta á lúxushóteli í Riviera Maya.
Merkti leikarinn lúxushótelið Etéreo í færsluna en hótelið er sagt eitt besta lúxushótelið á ferðamannastaðnum í dag. Hótelið opnaði á síðasta ári og er hönnun þess innblásin af mexíkanskri listasögu. Þá er lagt áherslu á heilsu og vellíðan á hótelinu.
Kostar nóttin á hótelinu sem Theroux dvelur á um 190 til 290 þúsund íslenskar krónur, en greinilegt er að hundar eru velkomnir á hótelinu.
Theroux hefur fjallað um hundinn Kuma reglulega á Instagram síðan hann eignaðist hann.