„Þetta er eitthvað agenda lögreglunnar“

Fjórir blaðamenn hafa réttarstöðu sakborninga vegna rannsóknar málsins. Aðalsteinn lætur …
Fjórir blaðamenn hafa réttarstöðu sakborninga vegna rannsóknar málsins. Aðalsteinn lætur reyna á lögmæti þess. Samsett mynd

Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaðamaður á Stund­inni, hef­ur hvorki séð síma Páls Stein­gríms­son­ar, skip­stjóra Sam­herja, né mynd­bönd af hon­um í kyn­lífs­at­höf­un­um sem voru í síma hans. Þetta staðfest­ir Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, lögmaður Aðal­steins, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir lög­regl­una vita þetta og það sé óum­deilt.

Í gær fór fram munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur í Héraðsdómi Norður­lands eystra vegna kæru Aðal­steins þar sem hann fer fram á að skorið verði úr lög­mæti aðgerða lög­reglu að veita hon­um stöðu sak­born­ings og kalla hann til yf­ir­heyrslu sem slík­an í tengsl­um við rann­sókn máls er varðar um­fjöll­un um svo­kallaða skæru­liðadeild Sam­herja, sem Páll var hluti af. Aðal­steinn er einn fjög­urra blaðamanna sem hafa stöðu sak­born­inga vegna rann­sókn­ar lög­reglu á mál­inu.

Í gær kom þó í ljós, þegar lög­regla lagði fram grein­ar­gerð sína fyr­ir dómi, að blaðamenn­irn­ir væru grunaðir um að hafa dreift kyn­ferðis­legu efni með því að af­rita gögn og senda úr síma Páls. Er þar vísað til kyn­lífs­mynd­band­anna í sím­an­um. Því hefðu blaðamenn­irn­ir fengið rétt­ar­stöðu sak­born­inga. Gunn­ar seg­ir Aðal­stein hins veg­ar aldrei hafa fengið um­rædd­an síma í hend­urn­ar.

Lög­regl­an hafi búið til mál upp á eig­in spýt­ur 

„Við lít­um ennþá svo á að þetta snú­ist um störf blaðamanna og hvernig það sé sótt að þeim fyr­ir að skrifa frétt­ir um mál sem eiga er­indi við al­menn­ing. Það ligg­ur al­veg fyr­ir að eng­inn hef­ur lagt fram kæru á hend­ur þeim út af þess­um sak­argift­um sem nú eru til rann­sókn­ar,“ seg­ir Gunn­ar.

„Þetta er eitt­hvað ag­enda lög­regl­unn­ar,“ bæt­ir hann við.

Páll hafi ein­ung­is kært byrlun og stuld á síma, en það mál sé upp­lýst. Aðili ná­kom­inn hon­um hafi viður­kennt að hafa byrlað hon­um svefn­lyf og stolið af hon­um sím­an­um.

„Þeim spurn­ing­um er því enn ósvarað hvers vegna lög­regl­an er að elt­ast við þessa blaðamenn í raun og veru.“

Gunn­ar tek­ur sem dæmi að ef lög­regl­an geri hús­leit og finni fíkni­efni, þá sé eðli­legt að þau séu tek­in með við rann­sókn máls. Þetta gangi hins veg­ar tölu­vert lengra en það.

„Þarna hefja þeir sér­staka rann­sókn til að at­huga hvort ein­hver mynd­bönd í sím­an­um hafi verið af­rituð. Málið sem var kært snér­ist aldrei um það. Það er lög­regl­an sem hef­ur búið til upp á eig­in spýt­ur eitt­hvað slíkt mál,“ seg­ir Gunn­ar.

Gunnar Ingi, lögmaður Aðalsteins, segir brotið á réttindum hans.
Gunn­ar Ingi, lögmaður Aðal­steins, seg­ir brotið á rétt­ind­um hans. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki hægt að sjá að hann sé grunaður um neitt

„Minn um­bjóðandi hlýt­ur að velta því fyr­ir sér hvers vegna það er og sér­stak­lega hef­ur hann ástæðu til þess, þar sem hann hef­ur jú aldrei séð neinn síma, aldrei séð þenn­an síma og aldrei neitt sem á hon­um var, fyr­ir utan það sem hann skrifaði um og það veit lög­regl­an. En tel­ur engu að síður rétt að hann hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings út af ein­hverj­um svona mál­um. Hann tel­ur að hann geti ekki tengst mál­inu með nein­um hætti, nema því sem hann gerði, sem var að skrifa frétt­ir um skæru­liðadeild Sam­herja.“

Hann árétt­ar að lög­regl­an viti þetta og það sé óum­deilt. „Þess vegna fást eng­ar skýr­ing­ar á því hvers vegna hann þarf að vera með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.“

Gunn­ar vill ekki slá því föstu að um­bjóðandi hans sé orðinn sak­born­ing­ur í kyn­ferðis­brota­máli, líkt og komið hef­ur fram í fjöl­miðlum. „Það er ekki hægt að ráða það af grein­ar­gerð lög­regl­unn­ar. Það er ekki hægt að ráða það af grein­ar­gerð lög­regl­unn­ar að hann sé grunaður um eitt eða neitt.“

Brotið sé á rétt­ind­um Aðal­steins

Gunn­ar seg­ir nú beðið úr­sk­urðar dóm­ara í mál­inu en ekki ligg­ur fyr­ir hvenær hans er að vænta. Falli málið þannig að aðgerðir lög­regl­unn­ar verði úr­sk­urðað ólög­mæt­ar þá mun Aðal­steinn ekki koma til skýrslu­töku sem sak­born­ing­ur í mál­inu. „Þetta snýst ekki um að stöðva eitt­hvað sem lög­regl­an tel­ur sig þurfa að rann­saka, held­ur hvort það sé lög­mæt aðgerð að kalla blaðamenn til skýrslu­töku sem sak­born­inga í þessu máli.“

Aðspurður hvort hann hafi ein­hverja til­finn­ingu fyr­ir því hvernig málið fari, seg­ir Gunn­ar: „Ég held að það hljóti öll rök að hníga í þá átt að það brjóti gegn rétt­ind­um hans sem blaðamanns, tján­ing­ar­frelsi hans og frelsi til upp­lýs­inga­miðlun­ar að þurfa að sæta svona inn­gripi með þess­um hætti. Það er varað við því í dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og dóm­um Hæsta­rétt­ar að lög­regla verði að hafa mjög concrete upp­lýs­ing­ar áður en hún snúa sér að blaðamönn­um í því skyni að upp­lýsa ein­hver saka­mál sem tengj­ast skrif­um blaðamanna og störf­um þeirra. Því fer fjarri að það sé hægt að kalla það concrete sem lög­regl­an hef­ur um ein­hverja meinta refsi­verða hátt­semi míns um­bjóðanda. Í raun­inni hef­ur hún ekki neitt um það,“ seg­ir hann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina