Funda um skýrsluna og olíukaupin

Varðskipið Þór kémur inn í Grindavíkurhöfn.
Varðskipið Þór kémur inn í Grindavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra ætl­ar að funda með for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar vegna ný­legr­ar skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar þar sem ol­íu­kaup Gæsl­unn­ar í Fær­eyj­um voru meðal ann­ars gagn­rýnd.

Í skýrsl­unni seg­ir meðal ann­ars: „Þeir aðilar sem þiggja rekstr­ar­fé sitt úr rík­is­sjóði geta ekki vísað til þess að með því að kom­ast hjá greiðslu op­in­berra gjalda sé stuðlað að rekstr­ar­hag­kvæmni. Sigl­ing­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar í þess­um til­gangi fela í sér sóun, óþarfa meng­un og skerðingu á viðbragðsgetu varðskipa inn­an efna­hagslög­sög­unn­ar."

Jón Gunnarsson.
Jón Gunn­ars­son.

„Ég er sann­færður um það að við verðum sam­mála um að taka þess­um ábend­ing­um vel og þeirri gagn­rýni sem við fáum til að gera sterka og góða stofn­un enn betri,“ sagði Jón að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un, spurður hvort hann ætl­ar að beita sér fyr­ir breyt­ing­um hvað varðar ol­íu­kaup­in. „Þetta er ein af ábend­ing­un­um sem þar koma fram og ég vænti þess að við tök­um fullt til­lit til þess.“

Jón Gunnarsson tekur við lykunum af dómsmálaráðuneytinu úr höndum Áslaugar …
Jón Gunn­ars­son tek­ur við lyk­un­um af dóms­málaráðuneyt­inu úr hönd­um Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vill strang­ar regl­ur um þyrlu­ferðir

Þyrlu­ferðir ráðherra eða annarra með flug­vél­um, þyrl­um eða skip­um Gæsl­unn­ar í einka­er­ind­um voru einnig harðlega gagn­rýnd­ar í skýrsl­unni. „Sú gagn­rýni er góð og ég ít­reka mik­il­vægi þess að um þetta gilti sett­ar og strang­ar regl­ur,“ sagði Jón, spurður út í gagn­rýn­ina.

„Það eru ákveðna regl­ur í gildi og við mun­um skoða hvort þær þurfi að fá ein­hvers kon­ar yf­ir­ferð í tengsl­um við þess­ar at­huga­semd­ir Rík­is­end­ur­skoðunar,“ bætti hann við al­mennt um gagn­rýn­ina sem kem­ur fram í skýrsl­unni.

mbl.is