Hyggjast tvöfalda hrognaframleiðslu

Stefnt er að því að framleiða allt að 200 milljónir …
Stefnt er að því að framleiða allt að 200 milljónir hrogna. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason

Áformað er að auka fisk­eldi við Kalm­an­stjörn á Reykja­nesi og hef­ur Bench­mark Genetics Ice­land lagt fram um­hverf­is­mats­skýrslu um verk­efnið. Fram­leiðsla á laxi verður auk­in úr 190 tonn­um, miðað við gild­andi leyfi, í allt að 600 tonna há­marks­líf­massa. Með auknu eldi á kyn­bótalaxi verður hægt að fram­leiða allt að 200 millj­ón­ir hrogna, sem er tvö­föld­un á nú­ver­andi fram­leiðslu í stöðinni.

Við þetta bæt­ist hrogna­fram­leiðsla Bench­mark Genetics í eld­is­stöðinni við Voga­vík, þannig að heild­ar­fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins verður um 350 millj­ón­ir hrogna, ef allt geng­ur eft­ir. Bench­mark Genetics sér öll­um lax­eld­is­stöðvum á land­inu fyr­ir laxa­hrogn­um og er eina fyr­ir­tækið á Íslandi sem sel­ur laxa­hrogn til annarra landa, seg­ir í skýrsl­unni.

Til að mæta auk­inni fram­leiðslu og hafa svig­rúm til auk­inn­ar vatns­vinnslu í framtíðinni er gert ráð fyr­ir að bora tvær vinnslu­hol­ur á lóð Bench­mark Genetics, aust­an Nes­veg­ar. Ætl­un­in er að auka vinnslu á grunn­vatni um 700 l/​s. Sótt verður um leyfi til að nýta allt að 1.500 lítra á sek­úndu meðal­rennsli á ári af grunn­vatni (jarðsjór og ísalt vatn), að því er fram kem­ur í frummats­skýrsl­unni.

Rek­ur sex eld­is­stöðvar

Stofn­fisk­ur hf. var stofnaður í mars 1991 af Lax­eld­is­stöð rík­is­ins í Kollaf­irði í þeim til­gangi að sjá um kyn­bæt­ur og rann­sókn­ir á nor­skættuðum laxi sem hafði verið flutt­ur til lands­ins 1984-87. Stofn­fisk­ur sér­hæf­ir sig í kyn­bót­um á laxi og eldi á hrogn­kels­um. Stofn­fisk­ur er nú í eigu fyr­ir­tæk­is­ins Bench­mark Hold­ing og frá janú­ar 2021 hef­ur fyr­ir­tækið starfað und­ir nafn­inu Bench­mark Genetics Ice­land.

Á veg­um Bench­mark Genetics eru starf­rækt­ar sex eld­is­stöðvar og ein af þeim er eld­is­stöðin Kalm­an­stjörn. Þar hef­ur fyr­ir­tækið haft starf­semi síðan 1991, en Silf­ur­lax þar á und­an. Í eld­is­stöðinni eru níu starfs­menn en sam­tals starfa um 85 manns í eld­is­stöðvum og á skrif­stofu fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: