Sífellt fleiri konur til Landhelgisgæslunnar

Sjómælingaskipið Baldur á vettvangi. Sífellt fleiri konur starfa hjá Landhelgisgæslunni …
Sjómælingaskipið Baldur á vettvangi. Sífellt fleiri konur starfa hjá Landhelgisgæslunni en þær eru þó enn í miklum minnihluta. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Hlut­fall kvenna í starfsliði Land­helg­is­gæslu Íslands hef­ur auk­ist á und­an­förn­um árum og eru mörg dæmi um þá þróun. Í síðasta mánuði urðu þau tíma­mót hjá stofn­un­inni að í fyrsta sinn var vakt í stjórn­stöð ein­göngu skipuð kon­um þegar þær Hall­björg Erla Fjeld­sted og Krist­björg Hild­ur Guðmunds­dótt­ir vöktuðu landið og miðin.

Ekki er um að ræða fyrstu tíma­mót­in sem Hall­björg Erla hef­ur átt þátt í en hún var fyrsta fa­stráðna kon­an í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar frá stofn­un 1951 auk þess sem hún varð í sept­em­ber í fyrra fyrsta kon­an til að gegna stöðu vak­stjóra í stjórn­stöð stofn­un­ar­inn­ar.

„Land­helg­is­gæsl­an hef­ur unnið mark­visst að jöfn­un kynja­hlut­falla í allri starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Það er hins veg­ar svo að á meðan fleiri karl­ar sækja í til­tek­in störf inn­an Land­helg­is­gæsl­unn­ar en kon­ur verður eðli máls sam­kvæmt erfiðara um vik að jafna kynja­hlut­föll,“ seg­ir í svari Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, við fyr­ir­spurn blaðamanns um kynja­skipt­ingu starfsliðs stofn­un­ar­inn­ar.

Kort/​mbl.is

Eng­in í séraðgerða- og sprengju­deild

„Það er þó ánægju­legt að segja frá því að jafnt hlut­fall er milli kynja þegar kem­ur að stjórn­end­um kjarna- og stoðsviða. Jafnt kynja­hlut­fall er jafn­framt í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli og sömu­leiðis hef­ur hlut­fall kvenna í stjórn­stöð í Skóg­ar­hlíð farið hækk­andi, en þær eru nú fjór­ar starf­andi. Eins er gam­an að segja frá því að af sjö vél­stjór­um í áhöfn­um varðskipa eru tvær kon­ur, auk þess sem kon­ur eru og hafa verið í fleiri störf­um um borð í varðskip­un­um,“ skrif­ar hann.

Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir, varðstjórar í stjórnstöð …
Hall­björg Erla Fjeld­sted og Krist­björg Hild­ur Guðmunds­dótt­ir, varðstjór­ar í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar, voru á fyrstu vakt­inni sem aðeins var skipuð kon­um. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Fram kem­ur að kon­ur séu starf­andi í öll­um deild­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar utan séraðgerða- og sprengju­eyðing­ar­deild­ar, en þar hef­ur eng­in kona sótt um starf.

„Í öll­um aug­lýs­ing­um eru áhuga­sam­ir, óháð kyni, hvatt­ir til að sækja um. Land­helg­is­gæsl­an starfar eft­ir jafn­rétt­isáætl­un og hef­ur hlotið jafn­launa­vott­un. Árin 2020 og 2021 hlaut Land­helg­is­gæsl­an viður­kenn­ingu Jafn­væg­is­vog­ar­inn­ar vegna jafns kynja­hlut­falls í fram­kvæmdat­eymi stofn­un­ar­inn­ar,“ seg­ir Ásgeir.

Teitur Gunnarsson sigmaður, Brynhildur Bjartmarz flugmaður og spilmennirnir Kristján Björn …
Teit­ur Gunn­ars­son sigmaður, Bryn­hild­ur Bjart­marz flugmaður og spil­menn­irn­ir Kristján Björn Arn­ar og Daní­el Hjalta­son í einni þyrlu­áhöfn stofn­un­ar­inn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: