Hængur til Litháen og mjöl til Þýskalands

Silver Storm er eitt þeirra skipa sem siglir með loðnuafurðir …
Silver Storm er eitt þeirra skipa sem siglir með loðnuafurðir á markað frá Fáskrúðsfirði. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Loðnu­af­urðirn­ar streyma jafnt og þétt frá Fá­skrúðsfirði til kaup­enda út í heimi. Unnið hef­ur verið að því að koma 2.500 tonn­um af mjöli í Wil­son Al­mer­ia sem mun síðan halda til Þýska­lands og er verið að lesta 850 tonn­um af fryst­um hæng í Sil­ver Storm sem mun sigla til Klaipeda í Lit­há­en.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar.

Þar seg­ir jafn­framt að Hof­fellið sé á land­leið með um 1.600 tonna loðnu­afla. Bræla hafði verið áber­andi á Breiðafirði og kom Hof­fell á miðin er hún var að ganga niður og hóf­ust veiðar klukk­an fjög­ur síðdeg­is í gær, fékkst því afl­inn á in­ann við sól­ar­hring.

Gert er ráð fyr­ir að skipið leggi við bryggju á Fá­skrúðsfirði annað kvöld og að haldið verði til veiða á ný um leið og lönd­un lýk­ur.

Hoffell mun koma til hafnar annað kvöld.
Hof­fell mun koma til hafn­ar annað kvöld. mbl.is/​Al­bert Kemp
mbl.is