Bannar botnvörpuveiðar í Skápnum

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur undirritað bann við veiðum með botnvörpu …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur undirritað bann við veiðum með botnvörpu í syðsta hluta skápsins og er gert ráð fyrir að þetta muni auka afla handfæra- og línubáta. mbl.is/Árni Sæberg

Veiðar með botn­vörpu hafa verið bannaðar í „skápn­um“ svo­kallaða sem er inn­an 12 sjó­mílna út af Glett­inga­nesi. Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð þess efn­is og er bú­ist við því að þetta muni stuðla að aukn­um afla hand­færa- og línu­báta á svæðinu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir að lok­un­in gildi frá júlí til des­em­ber á þessu ári hverju og taki til veiða „með fiski­botn­vörpu verði bannaðar á um­ræddu svæði milli 6 og 12 mílna út af Glett­ing­ar­nesi, það er að segja syðsta hluta Skáps­ins.“

Vak­in er at­g­hygli á því að heima­stjórn Borg­ar­fjarðar eystra hafi haft samabnd við ráðuneytið og þar beðið um að mörkuð yrði stefna um lok­un á veiðum með botn­vörpu á svæðinu.

Við und­ir­bún­ing ákvörðun­ar­inn­ar var aflaði mat­vælaráðuneytið gagna frá Fiski­stofu sem „sýna að með lok­un­inni má bú­ast við að afli línu og hand­færa­báta auk­ist um­tals­vert en að lok­un­in hafi lít­il sem eng­in nei­kvæð áhrif á afla­brögð þeirra tog­báta sem stunda veiðar á svæðinu.“

mbl.is