Varhugaverð sigling út af Bjargtöngum

Skipstjórinn á Helgu Maríu RE náði ekki sambandi við skipverja …
Skipstjórinn á Helgu Maríu RE náði ekki sambandi við skipverja á Garra er báturinn virtist stefna beint á Helgu Maríu. Ljósmynd/Eiríkur Jónsson

Var­huga­verð sigl­ing er yf­ir­skrift skýrslu sigl­inga­sviðs RNSA þar sem fjallað er um at­vik út af Bjargtöng­um í svartaþoku í júlí í fyrra þar sem tog­ar­inn Helga María RE og plast­bát­ur­inn Garri BA áttu í hlut. Í sér­stakri ábend­ingu RNSA er bent á skyldu skip­stjórn­ar­manna til að hafa stöðuga hlust­un á neyðarrás 16.

Helga María var á tog­ferð til suðaust­urs en Garri á vest­lægri stefnu á mik­illi ferð og var talið að árekstr­ar­hætta hefði skap­ast þar sem Garri virt­ist stefna á tog­ar­ann. Skip­stjóri Helgu Maríu reyndi, ásamt Vakt­stöð sigl­inga, ít­rekað að ná tal­stöðvar- og síma­sam­bandi við Garra án ár­ang­urs. Skip­stjóri Helgu Maríu taldi sig hafa af­stýrt árekstri með því að setja skipið á fulla ferð aft­ur á bak og hífa inn tog­víra.

Við rann­sókn kom fram að rat­sjá Garra var biluð að sögn skip­stjóra og AIS-tæki tengd við plotter. VHF-tal­stöð báts­ins var ekki stillt á „dual watch“ (hlust­un á rás 16 og aðra rás) og því heyrði skip­stjóri ekki þegar kallað var. Skip­stjóri Garra var í sinni fyrstu ferð með bát­inn og sagðist hann hafa séð til Helgu Maríu en talið fjar­lægðina vera meiri en raun var.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: