Félag um réttlæti í sjávarútvegi stofnað

Félagið hyggst ná tilgangi sínum með öllum mögulegum leiðum, þar …
Félagið hyggst ná tilgangi sínum með öllum mögulegum leiðum, þar á meðal málssóknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strand­veiðifé­lag Íslands, fé­lag um rétt­læti í sjáv­ar­út­vegi, mun halda stofn­fund í gamla Sjó­manna­skól­an­um við Öldu­götu 23 í Reykja­vík á morg­un klukk­an 14.00.

Til­gang­ur fé­lags­ins er að standa vörð um og berj­ast fyr­ir rétti al­menn­ings til hand­færa­veiða við Íslands­strend­ur og koma í veg fyr­ir mis­mun­un í lög­um um fisk­veiðistjórn­un, sem brjóti í bága við stjórn­ar­skrá, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

„Fé­lagið vís­ar í álit mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna frá því í októ­ber 2007 þar sem fram kem­ur að ís­lensku lög­in um stjórn fisk­veiða brjóti í bága við 26. gr. alþjóðasamn­ings um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi um jafn­rétti allra manna,“ seg­ir þar.

Þá seg­ir að til­gangi sín­um hygg­ist fé­lagið ná með öll­um mögu­leg­um leiðum, jafn­vel með mál­sókn gegn ís­lenska rík­inu og stjórn­sýslukær­um gegn hand­höf­um lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valds.

mbl.is