Gælir við ferðalag út í geim

Pete Davidson.
Pete Davidson. AFP

Ríka og fræga fólkið dreymir ekki um að komast til Tenerife eða Flórída. Þeirra draumar ná langt út í geim. Grínistinn Pete Davidson daðrar nú við að komast í ferðalag út í geim á vegum auðkýf­ingsins Jeff Bezos.

Davidson er sagður vera nálægt því að skrifa undir samning um að fara með geimflaug Bezos, Blue Orig­in, út í geim. „Pete er spenntur,“ sagði heimildarmaður Page Six. „Þeir hafa ekki skrifað undir samning enn þá en það lítur út fyrir að þetta sé að fara gerast. Það er verið að ganga frá smáatriðum.“

Saturday Night Live-stjarnan sást á heimili Bezos í Los Angeles í janúar með kærustu sinni, raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Kærustuparið borðaði með Bezos og kærustu hans, Lauren Sanchez. Heimildarmaðurinn segir að það hafi farið vel á með mönnunum. 

Ekki er vitað hvenær nákvæmlega áætlað er að Davidson fari út í geim en talið er að það verði á þessu ári. Bezos væri ekki fyrsta Hollywoodstjarnan sem færi út í geim með Blue Origin en Star Trek-leikarinn William Shetnar fór í geimferð með geimflauginni í október. 

Blue Origin á leiðinni út í geim.
Blue Origin á leiðinni út í geim. AFP
mbl.is