Langar að eignast börn í ferðamannaparadís

Britney Spears er dugleg að birta myndir af sér af …
Britney Spears er dugleg að birta myndir af sér af ströndinni. Skjaskot/Instagram

Poppsöngkonan Britney Spears nýtur frelsisins sem aldrei fyrr. Hún fagnaði 28 ára afmæli unnusta síns, Sam Asghari, í fríi á Frönsku Pólýnesíu á dögunum. Hún er svo ánægð með ferðina að hana langar helst að eignast börn þar. 

Spears birti myndir af sér í flæðarmálinu í Suður-Kyrrahafinu og rétt eins og áður birti hún myndir af sér á brjóstunum. Í þetta skiptið var söngkonan í sundbuxum en það hefur komið fyrir að hún hefur birt mynd af sér án fata.

„Er að skipuleggja barneignir í Pólýnesíu,“ skrifaði Spears. Hún hefur áður greint frá því að hana langi að eignast börn með unnusta sínum. 

mbl.is